19.12.2006 | 22:32
Jólaskap smjólaskap.
Í nóvember í fyrra dó amma mín úr krabbameini. Við vissum að hún myndi deyja frá því á Hvítasunnunni en samt var ég í svo svaðalegri afneitun á þetta því hún var svo oft búin að fá krabbamein og rísa skellihlæjandi upp úr þeim veikindum. Það var búið að taka bæði brjóstin á henni og annað tvisvar, 10% af lungunum, móðurlífið eins og það lagði sig og skjaldkirtilinn. Fyrir fjórum árum síðan varð hún hjartveik sem þýddi að ekki gat hún farið í svæfingu þannig að þegar upp komst um þetta krabbamein var alveg vitað hvað í stefndi.
Ég hef ekki almennilega náð því að hún sé farin því við vorum svo nánar og ef eitthvað bjátaði á var alveg nóg að heyra í henni eða hitta hana. Ég varð edrú því hún lokaði á mig á endanum.... og það varð til þess að ég áttaði mig á þessu. Ég býst ennþá við símhringingu frá henni þar sem hún skammar mig fyrir það hvað það er langt síðan ég kom í heimsókn með börnin. Hún var amma í fullum skilningi þess orðs.... hringdi í okkur til að heyra andardráttinn í ungabörnunum eða syngja fyrir þau. Hún var æðisleg.
En ég held að jólaskapið mitt hafi dáið með henni því ég er ekki að nenna að standa í þessu stússi.... geri það allra nauðsynlegasta og þarf að minna mig á það á hverjum degi að þetta er gert fyrir börnin. Ef ég mætti ráða myndum við sleppa jólunum að þessu sinni.
_________________
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.