20.12.2006 | 03:11
Jólasveinarnir syngja og dansa.
Þessi mynd-/hljóðdiskur sem við fjárfestum í er skelfilegur þó ekki sé meira sagt.
Til að byrja með er upphafsvalmyndin á mynddisknum engin valmynd því það er alveg sama hvað maður ýtir á hann byrjar alltaf á einhverjum teiknuðum jólasveini sem situr í stól og hreyfist mjög takmarkað meðan hann fer með vísur Jóhannesar úr Kötlum áður en hinir íslensku jólasveinar bregða á leik með söng og viðeigandi dans... Með misjöfnum árangri þó. Stundum eru hreyfingar í engu samhengi við hvorki persónu þess jólasveins né lagsins. Til dæmis syngur og dansar Stekkjastaur við lagið "Jólasveinninn kemur í útvarpið" en allt í einu er sá jólasveinn furðu lipur í leggjunum og er staddur í fjárhúsi að syngja fyrir rollur sem syngja fyrir hönd barnanna... Svo ekki sé nú minnst á tölvugrafíkina á bak við þessa blessuðu sveina. Þessi tölvugrafík ef svo má kalla er eins og eftir fimm ára barn. En þó mér finnist þetta engan veginn mönnum bjóðandi er minn yngsti alveg dolfallinn yfir þessu þannig að þar með er tilgangnum kannski náð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.