Jólastress?

Ég held að börnin mín séu eitthvað stressuð vegna jólanna... Þau alla vega eru að fara af límingunum og hlýða engu og rífast yfir öllu. Það er mjög þreytandi að þurfa að standa í þessu ofan á allt hitt því ég er í engu stuði fyrir svona... Og það er farið að vera svolítið freistandi að taka upp flengingar á heimilinu. Við erum búin að halda ræður yfir hausamótunum á þeim bara nokkrum sinnum í desember og það hlýtur engan hljómgrunn. Mér finnst eins og stundum séum við að tala við veggi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ertu búin að prófa setja kartöflu  í skóinn? 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.12.2006 kl. 21:38

2 identicon

Jájá, það var voða sport og það átti að sjóða hana með pomp og pragt... Semsagt hafði þveröfug áhrif!!

Hulda Stefanía (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 00:33

3 identicon

Ég get lofað þér því að flengingar eru "overrated", systir tengdó notaði flengingar óspart á sín börn og sum barnabörn hennar eru flengd (þau sem ég sé mest) og það virkar barasta ekki "rassgat". Spurning frekar að kynna sér punktakerfi (hrós fyrir góða hegðun) eða 1-2-3 Töfrar (1-2-3 Magic) þar sem maður notar aðvaranir áður en börnin eru sett í "skammarkrók" eða "the naughty stool" eins og Supernanny kallar það!

Hulda P (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband