22.12.2006 | 15:16
Jólaþrif...
Ég hef sagt það oftar en einu sinni núna í desember en ég er ekki að nenna að standa í þessu jólastússi...
Nú er ég að drullast í þrifin enda ekki seinna vænna þar sem Þorláksmessa er á morgun og sá dagur fullbókaður. Og þó ég segi sjálf frá er ég hetja! Ég hef sett í fjórar þvottavélar í dag og hengt upp, þar sem þurrkarinn er bilaður og allar snúrur uppteknar get ég ekki þvegið meir í bili. Ég er búin að taka til í öllum svefnherbergjum og ryksuga þar og skúra og útigangurinn er hreinn og fínn og verður ennþá hreinni og fínni eftir að Jónsi skellir upp snögunum í þvottahúsið. Á bara eldhúsið og stofuna eftir og ég er ekki að nenna þessu og þess vegna er ég hetja.
Athugasemdir
Þú ert hetja...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.12.2006 kl. 15:23
Ég er netflakkari og fann þig af tilviljun
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.12.2006 kl. 19:46
Sæl Hulda,eins og þú kannske manst þá sagði amma þín þegar það gekk yfir hana,þetta er ekki einu sinni heimilislegt.Svona vertu ekki að leggjast í vol og væl.Nei þú manst ábyggilega eftir því hvað hún gat alltaf gert gott úr öllu,og það var alveg sama hvað hún var lasin,hún hafði það alltaf gott,að eigin sögn.Ef þú hugsar til hennar þá færð þú ábyggilega kraft til að klára það sem þú þarft að gera,og tekur á móti jólunum með bros á vör.Svo er það nú svo skrítið að ef maður er pirraður þá verða börnin það líka.Bið að heilsa afa þínum.Kær kveðja,Margrét
Margret Thorsteinson (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.