23.11.2007 | 15:03
Smá jólahúmor.
Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.
Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.
Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.
Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
Og þannig kom það til að það er hafður engill efst á jólatrénu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 18:47
Girnilegt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 23:46
Að skipuleggja sig...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2007 | 00:48
Og enn fleiri kort.
Ég náði að klára þessi kort í dag meðan Sesselja misþyrmdi glimmerinu mínu. Þetta var voðalega notaleg stund hjá okkur meðan við vorum bara tvær. Það er orðið langt síðan við eyddum tíma bara tvær saman í ró og næði, þegar það eru svona margir á heimilinu er eina náðarstundin sem maður nær á klósettinu ef maður er heppinn. En allavega þá eru þessi græn og blá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 19:30
Hvernig hafa á ofan fyrir veiku barni...
Sesselja mín er lasin og leiddist svakalega í dag. Ég ákvað að skella pappír, glimmeri, lími og slíku á eldhúsborðið til að hafa ofan af henni þangað til að stóru stelpurnar mínar kæmu heim úr skólanum. Árangurinn varð ofar mínum vonum og það var ekkert hætt þó þær kæmu heim heldur varð úr svaka föndurhittingur í eldhúsinu mínu. Þetta er bara partur af árangrinum og það tók rúman hálftíma að þrífa eftir þær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2007 | 17:52
Furðufataball.
Það hefur gengið fjöllunum hærra hérna í bænum að ég hafi sést í síðkjól í gærkveldi. Ég tel mig knúna til að viðurkenna þann orðróm sem sannan. En ekki örvænta því ekki er ég orðin svona agalega fín frú heldur var för minni heitið á furðufataball hjá kennurunum og mökum. Hér læt ég fylgja með tvær myndir svo þið hafið sönnunargögn fyrir þessum ótrúlega viðburði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.10.2007 | 10:25
Fleiri jólakort.
Þessi gerði ég í gærkvöldi og kláraði í morgun... Þau eru eins og þessi bláu semsagt 4x4" að stærð og með borða og 3D mynd yfir borðanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 11:16
Erfðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 13:39
Nokkur jólakort...
Þetta er afrakstur heils morguns sem ég var barnlaus og ein heima. Það er ekki hægt að segja að mér leiðist...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.10.2007 | 00:46
Saman...
Gerði þessa í kvöld, ferlega ánægð með hana því ég er búin að vera að bæklast með þessa mynd svo lengi. Svo er ég líka ánægð með hana því þetta er nýr pp. Basic Grey, Stella Ruby og ég klippti blómin út af einni örkinni. Það er alltaf gaman að prófa nýja dótið sitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)