9.10.2007 | 15:02
Nokkur kort.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 22:09
Fundurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2007 | 15:15
Finnst þér góðir bananar?
Bara að vita að maður er ekki einn kemur manni vel af stað í hetjulegri hvursdagsbaráttunni. Þó vissulega eigi ég góða að, án þeirra væri ég eflaust ekki á lífi, er sumt sem þau ekki skilja þó þau séu öll að vilja gerð.
Ekkert frekar en að það er hægt að útskýra hvernig alkóhólismi er fyrir þeim sem ekki er það. Ekki veit ég neitt um það hvernig það er að vera bara aðstandandi alkóhólista, þó ég hafi alist upp í alkóhólísku umhverfi í einhvern tíma í minni barnæsku. Ég get ekki gert mér í hugarlund hvernig það er ef barnið mitt væri alkóhólisti (ef Guð lofar prófa ég það aldrei) því ég hef aldrei staðið þeim megin við borðið. Vissulega var ég á tímabili maki alkóhólista en mér finnst það ekki sambærilegt því á þeim tímapunkti var ég alveg jafn sjúk og hann og þar af leiðandi tilfinningalega dofin. Það er bara ekki sambærilegt finnst mér að vera ódrukkinn aðstandandi sem er ekki alkóhólisti og kafdópaður aðstandandi sem er alkóhólisti sjálfur. En það er bara mín skoðun og þarf ekkert að vera túlkuð sem heilagur sannleikur.
Ekkert frekar en það er hægt að útskýra þunglyndi fyrir þeim sem á ekki við þunglyndi að stríða. Þunglyndi er mjög persónubundinn sjúkdómur vegna þess að um tilfinningar er að ræða og þær eru eins fjölbreyttar og stjörnurnar eru margar. Hversu erfitt það er að taka þátt í daglegu amstri, hversu mikið manni finnst maður fyrir, hversu miklu manni finnst maður vera að missa af, hversu mikið maður vill taka þátt en kemst ekki yfir þröskuldinn. "Bara að standa upp og byrja" er bara stundum ekki hægt sama hversu lítið það er sem þarf að byrja á. Stundum er sturta óyfirstíganlegur þröskuldur. Hversu mikið samviskubit maður fær af því að vera byrði, hversu mikið manni finnst maður vera að bregðast, hversu mikið sem maður vill gera hlutina eins og á að gera þá er bara getan ekki til staðar. Vissulega er alltaf hægt að fara út í klisjukenndar útskýringar en það kemur ekki tilfinningunni til skila. Eða bregða fyrir sig líffræðilegri, erfðafræðilegri eða læknisfræðilegri útskýringu á ástandinu sem maður er staddur í.
Ekkert frekar en það er hægt að útskýra Kvíða fyrir þeim sem verður aldrei heltekinn af honum. Kvíða sem ekki hægt er að sefa með rökum eða skynsemi. Kvíðasjúklingurinn hlustar á rökin og heyrir skynsemina en samt sem áður herðist á hnútnum, kökkurin stækkar og vöðvaspennan eykst. Á endanum skammast hann sín fyrir kvíðann og fer að fela hann, láta eins og rökin og skynsemin hafi haft yfirhöndina. Þangað til að líkaminn neitar og fer að eiga erfitt með svefn, svitna og kólna til skiptis, skjálfandi hendur, ofanda, hjartsláttatruflanir og svo mætti lengi vel telja. Þá tekur aðstandandinn eftir því og rökin og skynsemin er tekin upp á borðið aftur og skömmin margfaldast og aftur byrjar feluleikurinn. En hafið í huga að ég er að tala um mína eigin reynslu af Kvíða.
En myndi manneskjan sem þú ert að reyna að útskýra þetta allt saman fyrir virkilega skilja þig og átta sig á tilfinningafléttunni?
Hvernig mynduð þið lýsa bragðinu á banana fyrir þeim sem ekki hefur smakkað banana?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2007 | 15:00
Hvað varð um náungakærleikann?
Við fengum bréf í morgun frá Fjarðabyggð þar sem við vorum boðuð á fund vegna tilkynningar til barnaverndar samkvæmt 16. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 þar sem segir orðrétt:
Tilkynningarskylda almennings.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.
Það stóð ekkert í bréfinu um ástæðu almennings fyrir tilkynningunni eða hvort um eitt tilfallandi atvik var að ræða eða um síendurtekið brot. Því fór ég að hugsa um hvað gæti verið ástæða almennings til tilkynningar. Hvar í foreldrahlutverkinu er ég að bregðast skyldum mínum? Börnin mín fá að borða, fá föt á bakið, þak yfir höfuðið, lyf þegar þeirra er þörf, knús og koss á bágtið jafnvel oftar en þess þarf, skammir þegar það á við. Samkvæmt öllum sem ég hef talað við um þetta eru mjög viðunandi uppeldisaðstæður á þessu heimili, ekki verða börnin fyrir áreitni eða ofbeldi heima hjá sér, ekki er heldur heilsu eða þroska þeirra stefnt í hættu. Og ekki er óreglunni fyrir að fara hér heldur.
Hver er þá ástæðan fyrir þessari tilkynningu? Jú, það sást til þeirra yngstu úti að leika sér án eftirlits spölkorn frá heimilinu. Kannski ég ætti að endurskoða þá skoðun mína að börn eigi að leika sér úti. Kannski höfum við rangt fyrir okkur með það að útieikir séu hollari en sjónvarpsgláp og tölvuleikir. Að börn eigi að leika sér getur vel verið skynvilla hjá okkur foreldrunum. Vissulega áttu börnin ekki að vera spölkorn frá heimilinu eftirlitslaus en við skulum hafa í huga að þetta eru börn. Og með það í huga sé ég fyrir mér almenning sem verður vitni að slíku athæfi hringja í foreldra barnanna sem um er að ræða. Nei, þessi tiltekni almenningur ákvað alveg upp á sitt eindæmi að hringja þess heldur í 112. Nú var það ekki vegna þess að hann þekkti ekki börnin sem um ræðir eða foreldra þeirra því blessuð börnin voru nafngreind. Almenningurinn hefur eflaust hugsað vel og vandlega um hvernig ætti að bregðast við þeirri sýn að sjá börn að leik án eftirlits svona langt frá heimilinu, jafnvel lagst á bæn til að fá guðlega samþykkt á syndleika þeirrar sýnar. Og af einhverjum ástæðum komist að þeirri niðurstöðu að skylda hans gagnvart ungdómi þessa bæjarfélags, sem samkvæmt hans skilningi er vanræktur að mörgu leiti, er að hringja í aðalneyðarnúmer landsins, 112.
En mér er hins vegar spurn, hví ekki að hringja frekar í 118? Svona til að gefa almenningi svokallaðan "benefit of doubt" ef ske kynni að hann vissi ekki númerið hjá okkur foreldrunum. Eða það sem betur hefði virkað að kalla út um gluggann, ég geri mér í hugarlund að slíkt fyrirbæri sé á heimili almenningsins, á börnin að snáfa heim til sín. Og ef í harðbakkann slægi að standa jafnvel upp og bjóðast til að fylgja ráðvilltu börnunum í faðm foreldranna að nýju, þar sem öll börn eiga greinilega að vera.... alltaf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.9.2007 | 09:30
Fyrsta hjólið.
Gerði þessa í gærkveldi. Þetta eru eldgamlar myndir af Sesselju þegar hún fékk fyrsta hjólið. Og eins og vanalega er þessi pp eldgamall líka. Þetta er BoBunny pp, blóm úr ýmsum áttum og titillinn er prentaður út á bakhliðina á pp. Ekki alveg sátt við útkomuna því þetta var miklu flottara í kollinum á mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 13:24
Íþróttaskóli.
Í morgun byrjaði Íþróttaskóli fyrir börn fædd 2001-2004 og að sjálfsögðu vorum við mætt á svæðið með helminginn af börnunum, helminginn af börnunum okkar sko. Það voru alveg rosalega margir mættir með börnin sín og mér þótti það æðislegt hvað börnin höfðu gaman af þessu. Af þessu tilefni var rölt í búð til að kaupa viðeigandi fatnað. Litli-Karl fékk íþróttaföt og skó sem og stelpurnar allar en hann fékk að velja sjálfur og valdi varaliðsbúning Liverpool í ár og Pumaskó. Hann vildi ólmur máta þetta þegar úr búðinni var komið og fékkst ekki úr múnderingunni og er af þeim leiðingum ennþá í honum. Hann borðaði og svaf í búningnum, sem hann vill nú meina að sé ekki búningur heldur fótboltaföt, með skóna á náttborðinu sínu. Þegar það var skriðið upp í rúm til mín í morgun var voða basl við að koma skónum fyrir á náttborðinu mínu því þar eru svo margar bækur en skórnir urðu að fá sinn stað. En skórnir hennar Sesselju voru í þeirri stærð að eina parið sem til var í búðinni var sýningarparið og ég keypti það en í flýtinum gleymdist að taka skóinn úr hillunni og rauk ég heim með kassan undan þeim með helminginn af skóparinu innaborðs. Hún var ekki sátt við móður sína en það bráði af henni þegar við komumst að því að hún "passar" alveg í skóna sem systur hennar fengu og gátum reddað málunum fyrsta daginn svoleiðis. Læt fylgja með nokkrar myndir til að gleðja ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2007 | 22:18
Snjókorn falla...
Ég skrapplifti þessari af einni sem er á skrappbúkkdotkomm, enn ein síðan sem ég er á með áhugamálið. En þetta er blár Bazzill og svo strikaði ég með útlínum af chipboardi frá Fansípants tvisvar og passaði mig að það stangaðist á. Með hvíta Glaze pennanum mínum fyrsta hringinn og glimmerlími hinn seinni. Skellti síðan hvítum litlum kósum í botninn á hvíta scallopinu og snjókorn í botninn á glimmerscallopinu. Dútlið er síðan eftir sjálfa mig með hvíta pennanum mínum aftur og glimmer í kringum myndina. Titillinn er hvítir límmiðastafir frá MM sem heita Cheeky shimmer stickers.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007 | 15:13
Góður!!
Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum fúlgum.
Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um gjafirnar
sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.
Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.
Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.
Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. Þið munið hvað mamma hafði mikla unun
af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.
Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan páfagauk sem kann hana alla utan að.
Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.
Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.
Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers
og þá fer páfagaukurinn með textann."
Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.
Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.
Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."
Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.
Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur dóni."
Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir
hvernig ætti að gleðja hana móður þína.
Kjúklingurinn var hreinasta hnossgæti!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 13:17
Mætt er móðurhjartað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2007 | 20:44
Upphafið að frábærum vinskap!
Ég hef verið rosalega dugleg í skrappinu eftir að ég fékk nýju aðstöðuna og er búin að taka öll albúmin mín í tiltekt. Raða saman í tímaröð og eftir einstaklingum, ferðalögum og öðru. Ég er búin að skrappa í 3 ár og sumar fyrstu síðurnar mínar eru forljótar finnst mér... og hef tekið þær verstu og "lagað þær. Þessar myndir voru á opnu sem hefur stungið í augun síðan ég kláraði hana en ég ákvað að taka þær upp og gera eina síðu. Þetta er svartur Bazzill og OhBabyBoy frá BasicGrey.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)