Hérastubbur bakari.

Það er staðið í stórræðum á heimilinu þessa stundina. Það er búið að baka hér kleinur og kanelsnúða. Að vísu eru kleinur steiktar en uppskriftin hljóðaði upp á 2 kg af hveiti þannig að þær ættu að endast fram á þriðjudag. Kanelsnúðarnir eru nú vel faldir í bauk upp á skáp í eldhúsinu, þar sem þeir sjást ekki endast þeir í einhverja daga.                                                                                  Ég er að vinna á morgun en svo er ég komin í tveggja daga frí og ég er búin að skipuleggja þá daga í bak og fyrir. Seinasti séns á að koma jólakortum og pökkum frá sér er á þriðjudaginn þannig að ég verð að hafa hraðar hendur í innpökkuninni á mánudaginn. Svo eru jólaböllinn hjá börnunum mínum á þriðjudaginn, klukkan tíu um morguninn á leikskólanum en hálfþrjú í grunnskólanum. Ég hlakka til að mæta og sjá börnin mín í jólaskrúðanum dansa í kringum jólatréð. Og að sjálfsögðu mæti ég galvösk með nýju myndavélina mína sem "ég" fékk í jóla- og afmælisgjöf frá Gunnu frænku.


Fall er fararheill...

Ég er nú svoddan hermikráka að ég ákvað að herma eftir Kristjönu minni og prufa þetta system hérna megin. Þetta byrjar nú ekki vel þar sem ég finn ekkert útlit sem mér líkar og ég nenni ekki að klambra saman einhverri hönnun. Svo á ég eftir að athuga hvernig ég skelli inn vinalistanum og svoleiðis... En er ekki einmitt fall fararheill??


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband