Kvart og kvein...

Það var heilsíða í mogganum í gær þar sem þrjú sveitafélög þökkuðu traustið. Reykjanesbær, Garðabær og Seltjarnarnes eru með ánægðustu íbúana. Ég er nú ekki pólitísk og er reyndar í kröggum með hvar ég stend í þeirri tík... Eeen mitt sveitarfélag eyddi 300 milljónum + til að sannfæra landann um að Fjarðabyggð væri góður staður til að vera á. Og ég spyr bara eins og fávís kona sem ég kannski er en í hvað fóru þessir aurar eiginlega?

Ég get ekki sagt með góðri samvisku að bæjarfélagið mitt sé góður staður til að búa á því ég þarf að keyra inn á Reyðarfjörð eða yfir á Norðfjörð í flest alla þjónustu. Þótt náttúran sé yndisleg þá er hellingur af henni um allt land....kannski er maður bara dekraður með það en ég tel Móður Náttúru ekki til kosta né galla bæjarfélaga.

Ég get jafnvel montað mig af því að hér eru ekki langir biðlistar eftir leikskólaplássi en á móti kemur það að barnafjölskyldur eru ekki að sækja mikið í að flytja hingað.

Ég get ekki sagt að ég sé ánægð með skipulagsmálin... tökum bara framkvæmdir á íþróttavellinum og umhverfi sundlaugarinnar hérna til dæmis.

Ég er þokkalega ánægð með þjónustu grunnskólans þó því ég veit að þar er allt gert sem í þeirra valdi stendur þegar þannig ber á en hnífurinn stendur kannski í kú einhvers staðar annars staðar þegar á þarf að halda.

Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunnar get ég ekki samþykkt. Ég er ekki íþróttalega sinnuð en hins vegar hef ég leyft börnunum að prófa og ég er ekki alveg sátt með fyrirkomulagið þar.

Ánægja með þjónustuna á heildina litið.... nei, ekki svo. Dvalarheimili aldraðra er löngu búið að sprengja utan af sér húsnæðið, lóð hefur verið úthlutað og peningar eyrnamerktir en svo hvað? Sjúkraþjálfar eru nokkrir í Fjarðabyggð en aðstaða fyrir þá hérna á Esk er mjöööög bágborin. Skólasálfræðingar eru kaffærðir í verkefnum þannig að úr verður einn stór bunki af óútkljáðum málum. Félagsmálaþjónustan bendir einstæðum mæðrum að borða bara heima hjá mömmu og pabba. Og ég gæti talið upp fleiri mál sem félagsþjónustan stendur sig ekki í en ég nenni því ekki.

 Ánægja með umhverfismál... ég get ekki alveg samþykkt það heldur því ég veit ekki betur en að Hólmanesið sé friðað en þar er verið að leggja nýjan veg.

Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur er ekki á þessu heimili. Ég hef þurft á aðstoð að halda vegna barns og hjálpin kom seint og illa og vegna hins barnsins var ekkert gert í málunum og þar er kominn glæpon.

Ánægja með þjónustu leikskóla jú.... ég er þokkalega sátt við leikskólann líka því ég er nú með eitt barn þar og það gengur vel. Hann þarf að vísu ekki á iðjuþjálfa, þroskaþjálfa eða sjúkraþjálfa að halda...

 

Og nú hef ég talið upp öll þau atriði sem íbúar Garðabæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarness eru ánægð með en ekki ég sem íbúi Fjarðabyggðar.


Jájá en getum við treyst því?

Elsku Geiri minn... getum við treyst því? Við erum td með öll okkar viðskipti í þessum banka... þó við séum ekki með hlutafé eða sparifé í hrönnum þá veltur fjáhagslegt öryggi okkar alfarið á þessum banka. Og með fjögur (tel ekki aukabarnið okkar með) börn á framfæri er þetta asskoti stór biti að kyngja...
mbl.is Geta treyst styrk Glitnis áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmm, voðalega er það lélegt...

Ef VIÐSKIPTAráðherra hefur ekki grun um neitt....
mbl.is Viðskiptaráðherra: Kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður...

heheh

Húsmæðraorlof

Jæja, það nálgast óðfluga að ég komist í langþráð húsmæðraorlof. Ég verð að heiman í rúma viku án hunds, barna eða eiginmanns og ég held að ég þurfi ekki að taka fram hversu mikið samviskubit ég hafði fyrir að ákveða þetta. Sjálfselskan í mér og eigingirnin áttu ekki takmörk í mínum eigin huga. En minn elskulegi, skilningsríki og umhyggjusami eiginmaður hótaði líkamsmeiðingum ef ég færi ekki... ég gæti nú fyllst grunsemdum yfir því hversu mikið hann vill losna við mig. En ég semsagt er á leiðinni í borgina og þaðan til tengdaforeldranna og svo á miðvikudaginn í sumarbústað með kolklikkuðum skröppurum og þar verða rassar skrappaðir af. Ég hlakka til að vera alein með sjálfri mér en það verður spennandi að sjá hversu lengi ég næ að vera það áður en ég annað hvort hringi heim eða geri einhverja vitleysu eins og að passa annara manna börn.

Monsoon í eystri

Það hefur rignt stanslaust í nokkra daga núna... Þegar það rignir er ég slæm af verkjum. Þegar ég er slæm af verkjum kem ég tvennu í verk... að lesa og tölvast en ekki lengi í einu. Þegar maður er svona þá fer maður að hugsa. Hugsa um liði, vöðva og bein... Ef maður nær að liggja nógu lengi vakandi fer maður að hugsa um hversu fullkomin smíð líkaminn er. Ef krakkarnir eru ekki komnir heim úr skólanum þegar maður er kominn þetta langt í hugsunarganginum fer maður að blanda Guði í málið. Erum við bara þróun af tilviljunarkenndri sprengingu eða skapaði Guð manninn?

apasystir

 


Afmælisdrengur.

Hann Kiddi litli bró á afmæli í dag!! Til hamingju með afmælið, þú lítur ekki út fyrir að vera eldri en þú ert.

1-fat-birthday-l


Farbann

Já...það nefnilega virkar svo vel. Held ég frekar að við ættum að athuga með þá sem við hleypum inn í landið. Læknis- og sakavottorð væri ekki svo vitlaust að fara fram á þegar beðið er um að koma inn. Ég lít á þetta svolítið eins og með heimilið mitt... ég hleypi ekki hverjum sem er inn fyrir dyrnar en þeir sem það fá eru hjartanlega velkomnir. Af hverju eigum við að hleypa hverjum sem er inn í landið okkar?? Ég vil samt taka það fram að ég er ekki rasisti, ég fagna fjölbreytileikanum í mannlegri flóru en það er ekki þar með sagt að ég vilji illgresi inn í garðinn minn.
mbl.is Þrír í tveggja vikna farbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég að lesa gamlar fréttir?

Ég hélt að þetta væri bara lööngu vitað og bara alkunn staðreynd. Sjáum okkur Jónsa t.d. hann þessi rólyndismaður sem lætur kannski ekki mikið bera á en er gimsteinn og ég er bara alveg eins og tengdamamma nema aðeins hærri í loftinu. Við tvær erum algjörar perlur, yndislegar, blíðar, góðar, fyndnar, skemmtilegar, tilfinningaríkar og hæfileikaríkar.... Nei, tengdó!! Mig vantar ekkert frá þér.... núna alveg strax.
mbl.is Konur velja menn sem líkjast pabba þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég í mörgum útgáfum...

Ég hef ekkert að segja... Rakst á þessa síðu hérna og ég er búin að leika mér annað slagið í allan dag.

1994

Ég sem maður1999


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband