Til hamingju með afmælið!!

Elsku tengdamamma mín, innilega til hamingju með 29 ára afmælið þitt!! Mér finnst eiginlega svolítið skrítið að þú skulir vera yngri en bæði ég og Jónsi en hvað veit ég?ammili

Mæðradagskortin og eitt afmæliskort

Hérna eru mæðradagskortin mín sem ég gat ekki sýnt seinast mæðradagskort1því ég var ekki búin að afhenda þau. Annað var til mömmu og hitt til tengdó. mæðradagskort2

 

Svo er það þetta kort hérna sem ég gerði fyrir litlu frænku mína sem á ekki afmæli fyrr en á morgun en hélt upp á það í gær með tilheyrandi húllumhæi.4 ára skvísa Og ég biðst afsökunar á gæði myndanna en vélin gleymdist fyrir sunnan og skanninn hans afa er mjööög leiðinlegur.


Ný síða og kort

Ég er að taka þátt í áskorun sem er líkt við Survivor og mér finnst hún mjög skemmtileg og spennandi. Þetta voru skilyrðin sem voru sett :

1. Veldu þér framleiðanda.
2. Skrappaðu kort og síðu úr pp frá þessum framleiðanda.
3. Pp má ekki vera "yngri" en hálfs árs .
4. Það verður að nota málningu á kortið og handsauma (eins lítið/mikið og hver vill).
5. Síðan verður að vera skrapplift af skrapplifti.
6. Síðan verður að innihalda myndir af YKKUR SJÁLFUM. Ég sjálf

Þetta er útkoman hjá mér en það sést illa á kortinu málningin sem er í penslinum og saumið í blúndunni á öðru kortinu. Síðan er Bazzill og BG-Stella Ruby. Blómaborði sem ég keypti einhverntíma á Neskaupstað klippti ég niður til að nota sem skraut og ég vil meina að það sé málning á honum þó aðrir segi að þetta sé blautt kalk. Auk þess notaði ég stimpil í journalinn og titilinn, punchaði út nokkur hjörtu og skellti með. En kortin mun ég ekki sýna hérna eins og er því þau eru frátekin.


Yndisleg kona

Ég hef aldrei gert neitt skriflegan samning við þessa konu en þegar við hittumst í fyrsta skiptið ákvað ég að hún væri það sem mig vantar. Ég hef reglulegt samband við hana en ekki er alltaf talað um eitt eða neitt en einhvern vegin finnur hún á sér hvað mig vantar. Um daginn leiddi hún mig óafvitandi á síðu sem mig hefur sárlega vantað. Hún bjargaði ekki lífi mínu en það má alveg segja án þess að ýkja að án hennar væri líf mitt innihaldslaust því það er henni að þakka að ég er í bata. Það er henni að þakka að ég vil lifa lífinu lifandi því hún kynnti þann lífstíl fyrir mér. Ég er að tala um sponsann minn.

Bryllup bryllup...

Nú líður að þessu brúðkaupi... bara 61 daqur í þetta. Ég er búin að skipuleggja borgarferðina í þaula. Þar sem Jónsi verður fjarri góðu gamni og verður fastur í rútu með eintómum gelgjum í skólaferðalagi fer ég ein með börnin og hundinn keyrandi. Við komum í siðmenninguna þann sextánda og ráðstefnan er daginn eftir og svo er það sunnudagur til sælu. Á mánudag er það síðan dýralæknirinn og kjólamátun, þriðjudagurinn fer í matseðlatékk og verðið staðfest, miðvikudagurinn í rólegheit og kökutékk og þessu verður síðan slúttað með fundi um kvöldið. Brunað heim til að halda Júróvísjónpartý!!

 

Mikið rosalega þætti mér vænt um að þeir sem fengu boðskort og/eða lesa þetta blogg myndu hringja í mig og svara þar sem ég þarf helst að hafa tölu yfir gestina þegar ég fer yfir matseðla/verð með veisluþjónustunni á þriðjudaginn 20. maí.


Stolin hugmynd

Nú er komið sumar þó það snjói og að sjálfsögðu rella grísirnir um trampólín í garðinn. Krakkarnir þeirra Kristjönu og Péturs hafa verið að safna fyrir trampólíni sjálf og hefur það tekið allan veturinn. Þess vegna skellti ég því í hendurnar á þeim sjálfum að safna og tekin var krukka og gert gat á lokið og miði límdur á til að greina um hlutverk hennar.

Söfnunarsjóður


Fegurð

Ég hef örugglega einhverntíma minnst á það hvað mér finnast börnin mín falleg. Hér er síða sem ég gerði um daginn í "skrappliftileik" á skrappspjallinu.sætust Hún er ekkert lík upprunalegu síðunni en mér finnst mín síða bara flottari. Þar sem ég á ekki ljósmyndapp er þessi mynd prentuð á bazzill og svo klippti ég Daisy D's pp til, stafirnir eru jólagjöfin mín frá skrappvinkonunni  og breytti litnum á hekluðu blómunum með blautu kalki sem ég fékk líka í jólagjöf.

Tómstundir barna

Eins og þið vel vitið erum við hjónaleysin að ala upp fjóra krakkagrislinga og einn hund. Það er flókið mál og dýrt að ala upp börn í dag. Nú er svo komið að ég sé ekki hvernig ég á að geta gefið börnunum mínum það sem þau sjálf vilja og er hollt og gott fyrir hvern sem er að gera; æfa íþróttir. Stelpurnar okkar vilja semsagt æfa fótbolta sem er gott mál. En svo ég fari aðeins yfir þetta með ykkur þá var það í fyrra sem þær fengu að prófa sund, með æfingargjöldum og tilheyrandi fatnaði upp á mörg þúsund krónur en áhuginn entist ekki nóg til að mæta á æfingarnar auk þess sem alltaf var verið að skipta um þjálfara. Í hitteðfyrra keyrði ég 100 km einu sinni í viku til að leyfa þeim að æfa ballet upp á Héraði en áhuginn entist ekki út það tímabil þrátt fyrir tátiljur og tjullpils og hnúta í hárið. Ekki er hægt að hanka mig á því að þær fái ekki hvatningu í þessu frá mér því ég tók meiri þátt í balletæfingunum en þær sjálfar í endann til að hvetja þær!! Þær eru núna í tónskólanum að æfa píanó og gítar og er ábyrgðin á því námi gjörsamlega á þeirra eigin ábyrgð og það eina sem við gerum er að mæta á nokkra tónfundi og borga rúmar 20 þús krónur á önninni. Ég hef ekki heyrt þær æfa sig heima í nokkrar vikur. Nú einnig urðu skíðin vinsæl í vetur og hefur borið á góma að fara að æfa þau líka.

Ef, og ég segi EF þær fá að æfa fótbolta my lil' footballersþá eru æfingargjöld x mikill peningur á tímabili í æfingargjöld sem er gott og blessað því auðvitað verður góður þjálfari að fá eitthvað fyrir snúð sinn. En þetta eru stelpur, við skulum ekki gleyma því, þess vegna verður fatnaðurinn að vera í stíl við skóna og skórnir í stíl við skóna sem allar hinar stelpurnar eru í. Að ógleymdum mótum og ferðum sem við verðum auðvitað að taka þátt í með að keyra og sækja og nesta og og og og... Þannig að upphæðin er orðin töluvert meiri en bara æfingargjöldin. Svo eru það skíðin... þá eru það æfingargjöldin og fatnaðurinn auk skíðabúnaðarins sem ekki er ódýr svo og mótin og keppnir... Þið getið nú eflaust lagt þetta saman og fengið sömu svimandi háu upphæð og ég.

Og þá kemur að því sem ég er að velta fyrir mér... Er ég slæmt foreldri ef ég segi nei við æfingum íþrótta? Eru íþróttir ekki enn ein forvörnin sem börnin mín þurfa til að halda sér á mjóa en beina veginum? Er ekki markmið mitt sem foreldri að koma þessum einstaklingum sem heilustum út í þjóðfélagið? Og svo að lokum.... hver getur sagt nei þegar þær koma svona út úr búningsklefanum tilbúnar í fyrsta mótið sitt??


Krútt

Gerði þessa í gærkvöldi.... Úr afgöngum ofkors!krútt Lo-ið er svipað og í síðunni hans Kalla en samt ekki... Myndirnar eru teknar þann 22. apríl líka og einnig prentaðar út á bakhliðina á Bazzill. Veit ekki hversum mikið meira er hægt að segja um þetta.

Eitt kort

Hér er eitt kort sem ég gerði....Gleðilegt sumar!! Ég er ennþá að nota afgangspp í allt og þetta er sko einhver eeeeldgömul rest af að ég held Bazzill sem ég skreytti með fínu tússlitunum mínum, borða, blómum og stimplum. En að sjálfsögðu er daman hEngill. Ég föndraði síðan smá í photoshop til að gera Gleðilegt sumar!! stimpil sem ég setti síðan í miðjuna á stóra blóminu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband