24.4.2008 | 15:05
Fyndinn gaur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 09:42
Gleðilegt sumar
Hér í austfjarðasælunni er þoka og kalt á sumardaginn fyrsta en það gerir ekkert til því í sálinni er sól og blíða. Unaðslegt að vakna með krökkunum og fá sér séríós meðan kaffið lekur niður í könnuna. Er ennþá að gera það upp við mig hvort það sé fjöruferð, sjálfstæðiskaffi á Egs eða bíó út í Valhöll sem liggur fyrir í dag. En þar til síðar læt ég þessa mynd fylgja færslu dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 21:01
Sól og sæla
Dagurinn í dag var yndislegur!!!! Það var árlegi skíðadagurinn í skólanum og ég fékk leyfi til að koma rétt fyrir hádegi með Litla-Karl líka. Hann renndi sér nokkrar ferðir með pabba sínum og nokkrar einn þannig að þetta er allt að koma hjá honum. Finnst bara verst að geta ekki verið sú sem kennir drengnum, því eins og allir besserwisserar vita þá gerir það enginn eins vel og ef maður sjálfur gerir hlutina sko. Sesselja er hins vegar þannig að hún fær skíðin og með það hverfur hún og sést ekki aftur fyrr en hana fer að svengja, ef það þá. Hún er öflug í brekkunum og vílaði ekkert fyrir sér að fara í Stóru-lyftuna alein og eftir nokkrar bunur úr henni fór hún í Topp-lyftuna og renndi sér yfir göngin.... án þess að detta!! Merkilegt hvað sumir ná þessu strax. Dagurinn var samt ekki nema hálfnaður því svo fórum við í sund og lágum þar í bleyti til að ná úr okkur þreytunni. Og samkvæmt þeim hitamæli voru 19° og ekki hnoðri á himninum! Hér eru tvær myndir af sólinni og sælunni frá Eskifirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2008 | 18:19
Sunnudagur til sælu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2008 | 18:04
8 ára afmæliskort
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 15:08
Afmælistörn...
Nú er afmælisveisla hjá frænda okkar, honum Einari Andra, og Litli-Karl að sjálfsögðu mætir galvaskur með kort frá mömmu í farteskinu auk pakka.
Og svo gerði ég þetta kort líka en ég er ekki ennþá búin að ákveða hver fær það eða við hvaða tilefni þannig að það er eiginlega bara hálfklárað. En ég læt það samt fljóta með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 23:30
Kóngur og Drottning í ríki sínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 22:00
Tvö ný kort hjá mér.
Jæja, Litla-Karli var boðið í afmæli og ég skellti eitt kort handa afmælisdrengnum sem verður 4 ára á morgun.
Og svo gerði ég eitt í viðbót sem væmnin lekur af...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 13:19
Hvað þá??
Gerum við landsbyggðatúttur minni kröfur????
http://www.visir.is/article/20080403/FRETTIR01/80403039
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 09:17
5 ára
Gerði þetta kort um daginn handa lítilli vinkonu sem varð fimm ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)