Fyndinn gaur

Loksins loksins!! Ég náði að skrappa smá áðan en puttarnir mínir eru bara alveg búnir eftir það!! fyndinn gaurÞessar myndir voru teknar af Litla-Karli þann 22.apríl og ég prentaði aftan á Bazzill (á ekki ljósmyndapp). LO-ið er sambland af síðu frá Möggu og þessari hér. PP er chatterbox poolhouse Paisley, bakhliðin, chatterbox olive orchard blossom, bakhliðin, Wild Asparagus friends, bakhliðin. Blómin eru samansafn af því sem ég á og dútliðer inque butique stimpill sem ég klippti út. En með stafina í titlinum hef ég ekki hugmynd um því þetta eru restar...

Gleðilegt sumar

Hér í austfjarðasælunni er þokaspæderman og kalt á sumardaginn fyrsta en það gerir ekkert til því í sálinni er sól og blíða. Unaðslegt að vakna með krökkunum og fá sér séríós meðan kaffið lekur niður í könnuna. Er ennþá að gera það upp við mig hvort það sé fjöruferð, sjálfstæðiskaffi á Egs eða bíó út í Valhöll sem liggur fyrir í dag. En þar til síðar læt ég þessa mynd fylgja færslu dagsins.


Sól og sæla

Dagurinn í dag var yndislegur!!!! Það var árlegi skíðadagurinn í skólanum og ég fékk leyfi til að koma rétt fyrir hádegi með Litla-Karl líka. Hann renndi sér nokkrar ferðir með pabba sínum og nokkrar einn þannig að þetta er allt að koma hjá honum. Finnst bara verst að geta ekki verið sú sem kennir drengnum, því eins og allir besserwisserar vita þá gerir það enginn eins vel og ef maður sjálfur gerir hlutina sko. Sesselja er hins vegar þannig að hún fær skíðin og með það hverfur hún og sést ekki aftur fyrr en hana fer að svengja, ef það þá. Hún er öflug í brekkunum og vílaði ekkert fyrir sér að fara í Stóru-lyftuna alein og eftir nokkrar bunur úr henni fór hún í Topp-lyftuna og renndi sér yfir göngin.... án þess að detta!! Merkilegt hvað sumir ná þessu strax. Dagurinn var samt ekki nema hálfnaður því svo fórum við í sund og lágum þar í bleyti til að ná úr okkur þreytunni. Og samkvæmt þeim hitamæli voru 19° og ekki hnoðri á himninum!  Hér eru tvær myndir af sólinni og sælunni frá Eskifirði.

 

Séð niður í Reyðarfjörð

 

 

 

glaður en þreyttur hópur


Sunnudagur til sælu

Þessi sunnudagur hefur verið indæll í alla staði. Við byrjuðum á að vakna við að fá kaffi í rúmið. Tvíbbarnir og Saga voru búnar að vera svo notalegar að leyfa okkur hjónaleysunum að sofa aðeins lengur. Afi kom svo í kaffi rétt fyrir hádegi og hann var að skoða kortin mín og við ákváðum að skella í kort fyrir Brynju frænku sem er að fermast þann 19. apríl. Síðan lá leið okkar á skíði upp í Oddsskarð. Litli-Karl var að stíga sín allra fyrstu skref á skíðum og að mínu mati gekk það vonum framar þrátt fyrir nokkuð langdregið þrjóskukast sem Jónsi stóð algjörlega í fyrir hönd okkar foreldranna. Ég var á myndavélinni og var það eina hlutverk mitt í þessu ævintýri. En svo lá leiðin í sundlaugina til að liðka kelluna fyrir kvöldið eftir kuldan uppi í fjalli. Svo ég læt þetta myndband fylgja færslunni máli mínu til staðfestingar að það sé gott að vera edrú.

8 ára afmæliskort

Gerði þetta kort handa einni 8 ára.8 ára

Afmælistörn...

Nú er afmælisveisla hjá frænda okkar, honum Einari Andra, og Litli-Karl að sjálfsögðu mætir galvaskur með kort frá mömmu í farteskinu auk pakka.4 ára

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo gerði ég þetta kort líka en ég er ekki ennþá búin að ákveða hver fær það eða við hvaða tilefni þannig að það er eiginlega bara hálfklárað. En ég læt það samt fljóta með.maríubjalla


Kóngur og Drottning í ríki sínu.

Nú ætla ég að vera ógeðslega væmin og skella þessari síðu inn og segja aðeins frá pælingunni í henni. Við fórum á furðufataball klædd sem kóngur og drottning þar sem þessi mynd af okkur var tekin. Þar sem ég er nú voða skotinn í honum Jónsa mínum finnst mér þessi mynd hæfa okkar sambandi svo vel for he makes me feel like a queen. Þannig að þetta er ofsalega væmin síða og mun enda í albúminu sem ég er að gera um sambandið okkar og vonandi klára ég það albúm aldrei.King&Queen

Tvö ný kort hjá mér.

Jæja, Litla-Karli var boðið í afmæli og ég skellti eitt kort handa afmælisdrengnum sem verður 4 ára á morgun. 4 ára

 Og svo gerði ég eitt í viðbót sem væmnin lekur af...þú spilar á mig.


Hvað þá??

Gerum við landsbyggðatúttur minni kröfur????

 http://www.visir.is/article/20080403/FRETTIR01/80403039


5 ára

Gerði þetta kort um daginn handa lítilli vinkonu sem varð fimm ára.

 

fimm ára


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband