Yndisleg pæling.

Það er alveg öruggt að margur merkismaðurinn hefur fengið sínar bestu hugmyndir meðan hann sat á klósettskálinni. Litli-Karl er ekkert öðruvísi en þeir heiðursmenn því hann gólaði á mig áðan að strákar væru sko ekki með spena! Það eru nefnilega kýrnar sem eru með spena og úr þeim kemur mjólkin. Ég get ekki sagt annað en að leikskólinn stendur sig vel í uppfræðslu ungra manna.


Ég skrappa og skrappa!!!

Ohh, það er svo yndislegt að finna að sköpunargáfan hefur ekki yfirgefið mig. Að finna fyrir þörfinni að skapa eitthvað fallegt!! En þessi mynd er yndisleg, tekin á seinni helming níunda áratugarins þegar túbering og flottheit voru í hávegum höfð. Öll fjölskyldan samankomin hjá Vilberg að láta taka mynd og hann að fá okkur til að brosa með lyklakippunni og tannlausu brosi. Ahhh, happy times!! En ég hef ekki tímt að skrappa hana fyrr en núna og ég verð nú að viðurkenna að þrátt fyrir ýkjurnar í litavalinu er ég mjög sátt við útkomuna!Fjölskyldumyndin


Ég hef fundið skrappandann aftur!!

Ég hélt ég hefði týnt niður skrappandanum mínum því ég hef ekkert skrappað í svo langan tíma. Ég hef ekki afsökun eins og að ég hafi engar myndir eða eigi ekki dótið sem mig vantar (þó að vísu mig vanti alltaf nýtt dót!!). En þessi er semsagt af Sesselju á fyrsta skóladaginn sinn... Ég notaði 1/4 af síðu frá Autumn Leaves/Rhonna Farrer og bleikan Bazzill, rubons frá K-olygy og BG en titillinn er heimatilbúið rubon sem mér tókst að gera loksins. Blómin eru restar....stóra skólastelpa

 

 


Vinkonur.

Þær eru búnar að vera límdar saman síðan Saga flutti hingað í haust. Mér þykir mjög vænt um það að þær eigi svona vel saman og það er aldrei neitt vesin á þeim...enn sem komið er. Þessi mynd er síðan rétt fyrir jólin og ég kom mér loksins í að skrappa hana í dag. Lo-ið er stolið af SB en þetta er svartur Bazzill málaður með bleikri Heidi Swapp akrýlmálningu, bleikir borðar og þvennar blúndur, bleik blóm og bleik splitti auk stimplaðra SU-hjarta á bleikann Bazzill. Stafirnir eru foam stimplar sem ég keypti fyrir löngu síðan af Brjáluðu Bínu.Vinkonur

 

nærmynd

 

önnur nærmynd


Úti er alltaf að snjóa...

Það verður alla vega nógur snjór í fjallinu á morgun því það er búið að snjóa (eða fjúka snjór) hérna í Langadalnum í tvo daga. En hvort maður komist í fjallið er annað mál. Ég fór í bakinu á þriðjudaginn og er ekki að skána mikið þrátt fyrir að hlýða fyrirmælum læknisins næstum alveg. Ég er ekki búin að ryksuga eða skúra hérna heima þó mig langi agalega til þess.... alveg fáránlegt hvað öfug sálfræði virkar á mig ennþá. En ég verð að fara í fjallið þó ekki nema í klukkutíma eða svo til að brjóta ekki loforðið við Ingimar Stenmark aka Litli-Karl sem hefur leitað hátt og lágt að skíðunum sínum síðan ég þurfti að fela þau til að hlífa parketinu í stofunni.

Ohhh hvað mig langar...

Ég er að spá í að fara að safna fyrir skíðaferð til Ísó á næsta ári... Það er svo mikið að ske þar alltaf að það hefur hvarflað að manni að skipta um landshorn. Greinilegt að vestfirskur baráttuvilji lætur ekki undan atvinnuleysinu.
mbl.is Skíðamót Íslands hefst í dag á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli minn...

Þetta er draumamaðurinn hennar Sesselju okkar... hún ætlar að verða sveitakona, en ekki í hvaða sveit sem er sko!! Hjá Halla sínum skal það vera.


mbl.is „Ein branda á net“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú get ég ekki beðið...

Eftir helginni... Litli-Karl var að fá skíði frá mömmu minni. Hann mátaði auðvitað og var voða hrifinn, nú spyr hann endalaust hvar ég "látti þau".

Æðislegt!!!

Ohh, hvað ég er fegin að það fari meiri peningur af laununum mínum í jafn óþarfa hluti eins og matvæli. Það liggur við að maður beygi sig bara fram sjálfur með buxurnar á hælunum og velkominskilti á bakinu!!!
mbl.is Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja... það var mikið!!

Ég loksins druslaðist til að kortast pínu í dag... Ásetti mér að nota afganga og sem minnst drasl í kringum mig á eftir. Þetta var útkoman. Basic grey pp og bazzill, magnólíu stimplar og blúnda úr rúmfó. Ég er hreinlega að elska þessa stimpla sem og hEnglastimplana. ástarkort

 

 

 

Og svo gerði ég þetta um daginn og þetta er líka gert úr afgöngum af Bg pp en spes kortagerðarefni í kortinu sjálfu sjáið til, voða fansí sem ég keypti hjá kunningjakonu minni af norðan. En stimpillinn er hEngill að þessu sinni sem kunningjakona mín að sunnan (upprunanlega frá Svíaríki) reddaði mér eftir smá suð frá mér.

þakkarkort


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband