Færsluflokkur: Bloggar

Að vera elskaður.

Hversu sæt er þessi mynd??horft á eftir mömmu

2 ný kort...

Annað er hengill sem ég fékk gefins, ekki samt stimpillinn sjálfur heldur stimpluð mynd, og ég litaði með vatnslitunum mínum og blendernum, klippti út og setti á 3D límpúða og dúllerí. Hitt er útprentuð, fótósjoppuð mynd af stimpli sem mig langar ógeðslega mikið í.hengill

 

holly

 

 


Ég á afmæli í dag....

velkominÍ dag, sunnudag, á ég sex ára edrúafmæli!!! Það eru akkúrat sex ár síðan ég hringdi skelþunn með heljarinnar móral í vinkonu mína í AA-samtökunum sem beindi mér á beinu brautina. Þessi ár hafa verið ljúf/sár... Lífið heldur áfram þó maður hætti að drekka, maður er bara ódeyfður.  En á þessum sex árum hef ég eignast svakalega mikið (sama hvar maður drepur niður fæti) og sakna einskis frá fyrra líferni. Þó vissulega fái ég ennþá fíknina, kvíða- og þunglyndisköstin er ég þó búin að læra að höndla þau án þess að láta undan. Og í gær, laugardag, hélt ég upp á þennan merkisviðburð með því að baka kanilsnúða og ostahorn, hita kaffi og kakó fyrir kalda og þreytta fjölskyldumeðlimi og vini. Yndislegt að lifa lífinu lifandi... og að vera þakklát fyrir það sem ég á.

Æðislega fjölskyldu, góða vini, þak yfir höfuðið og nóg að borða.


Næsta verkefni.

Stelpurnar mínar vilja læra að sauma sér föt sjálfar... gamall draumur hjá mér var að verða fatahönnuður þannig að ég ætla að taka þetta að mér og leiðbeina þeim með snið og slíkt. Saumavélin er tilbúin en ef þær vilja þetta verða þær að byrja á því að taka til í bílskúrnum svo við höfum pláss til að dunda okkur við þetta. Ég keypti fullt af efni handa þeim þegar við vorum fyrir sunnan seinast og okkur er ekkert að vanbúnaði nema helst að kaupa eitthvað sem eyðir ryði... svo langt síðan ég saumaði.

Samviskuspurning...

Þið munið kannski eftir "barnaverndunarmálinu" okkar Jónsa í haust. Það er mjög stutt síðan ég komst að því hver það var sem sá sér ekki annað fært en að hringja í 112 útaf kæruleysinu í okkur. Mig langar svo að segja eitthvað við hana... því hún hefur ekki úr svo háum söðli að detta sjálf.

Mig langar ekkert að æsa mig eða neitt svoleiðis... bara svona að impra á því að við séum bæði í símaskránni og auk þess í sömu götu og það sé ekkert hræðilegt að tala við okkur beint ef við erum ekki að standa okkur.


Fjögurra ára kort!!

Gerði þetta kort áðan þar sem prinsinum var boðið í veislu til að samgleðjast vinkonu sinni á afmælisdaginn.4 ára

Yndislega skelfileg ár...

Dætur mínar eru komnar á millibilssaldurinn, ekki lengur börn en ekki enn orðnar fullorðnar, ég bjóst nú samt ekki við því að það myndi vera svona snemma. Þær verða 11 ára í sumar og ég man svo vel hvernig það var að vera 11 ára sjálf. Tímarnir voru öðruvísi þegar ég var ung, það er staðreynd. Það voru ekki gemsar, tölvur eða svona mikið sjónvarp. Þó að ég líti á þetta með kvíða að vera orðin gelgjumamma þá finnst mér þetta líka svolítið skemmtilegt. Þær vilja horfa á rólegar og rómantískar kvikmyndir, hlusta á stelpurokk og útlitið skiptir þær miklu máli. Ég hins vegar man ekki eftir að hafa horft mikið á gellumyndir nema kannski Dirty Dancing og Pretty Woman og ég hlustaði mikið á Whitesnake, Guns'n'Roses og Metallica og útlitið skipti mig voða litlu máli. En ég man vel eftir flækjunum sem fylgdu þessu millibilsástandi. Kannski þess vegna sem ég kvíði þessum aldri hjá þeim. En ég naut þess mjög að eyða föstudagskvöldinu með þeim fyrir framan skjáinn og horfa á The Wedding Planner, þó gaut ég augunum á þær meira en myndina sjálfa til að fylgjast með þeirra viðbrögðum.

Fyrsta heimsóknin til dýra.

Þá er afstaðin fyrsta heimsóknin til dýralæknisins. Hún Salka okkar er ekkert hrifin af bílferðum en var samt allt í lagi þegar við komum upp á Egilsstaði. Var svolítið hrædd við lækninn en leyfði þeim að vigta sig og skoða. Heil 14 kg og samsvarar sér vel. Hún er við góða heilsu fyrir utan eyrnabólguna, búin að fá ormahreinsun og örmerkingu. Þetta er svo þau vita eina Shar-pei eintakið á austurlandinu þannig að hún er ennþá einstakari en ég hélt. Nú er bara að bíða eftir kvittun frá dýra til að sækja um leyfi fyrir hana en samkvæmt lögum má hún búa hjá mér í heilan mánuð leyfislaus þannig að nú er lag að halda sér innan þess ramma.

Annars er ekki neitt að frétta svosum nema kannski það að ég er grasekkja í viku, spúsinn skellti sér í staðlotu. En ég sef ekki Karl-man's laus samt... hann heimtar að fá að passa mig á nóttunni og vill hafa mig mjööög nálægt. Ef ég þekki mig og börnin rétt munu þau öll  koma upp í og lúlla hjá mér þangað til að pabbinn kemur heim, ef ekki öll í einu þá eitt og eitt í röð.


Dagur 1...

Ég er búin að skúra, ryksuga, setja í þvottavél, hengja upp og setja í þurrkarann, þrífa rimlagardínurnar í stofunni og borðkróknum, taka úr uppþvottavélinni, setja í hana, fá mér að borða, hella upp á kaffi tvisvar og nú er ég að fara að brjóta saman tauið!!!

 

Mig langar ekkert í sígarettu!!!


Myndir og nýtt nafn...

Eftir blessað ævintýrið í gær skeggræddum við fjölskyldan um nafnið á snúllunni. Það er svolítið óþjált að kalla Oktavía þannig að við tókum þá ákvörðun að nefna hana Sölku. Þannig að hún verður héðan af Salka Jónsdóttir.

salka

 

salka1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband