Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt nýtt ár!!

Og takk fyrir það liðna... Það er aldeilis að þær fréttir fari hægt og hljótt að við séum nú orðnir hundaeigendur. Fyrsta kvöldið sem snúllan okkar er hjá okkur tekur hún upp á því að strjúka!! Og áður en við vissum af var allt hverfið komið út að leita með okkur, að vísu var ég heima við með tvö yngstu börnin. En allavega erum við búin að eignast hund og nú þarf ég að hætta að reykja í staðinn. Mig hefur langað í hund í mörg ár og Jónsi og ég ákváðum að býtta, ég gæfi sígóna upp á bátinn og hann gæfi eftir straxveikinni minni. Samkvæmt öllum reikniaðferðum ættum við að koma út í gróða svo lengi sem ég stend við mitt. Tegundin heitir Shar-pei (draumategundin mín) og er það tík sem okkur hlotnaðist og er hún 16 vikna gömul, algjör draumur þó byrjunin hafi verið skrautleg;) En er ekki talað um að fall sé fararheill??? Ég alla vega hlakka til nýs árs með nýjan fjölskyldumeðlim innanborðs.

Myndir af snúllunni koma síðar, hún er nú búin að eiga nógu strembinn dag þó ég fari ekki að kássast í henni með flassinu!


Gleðileg jól!

merry_christmas_by_dimantVið óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Ég hef ákveðið að taka mér pásu frá tölvunni yfir hátíðarnar og verður gaman að skjá ykkur eftir áramót þar sem ég verð með stórar fréttir handa ykkur þá. Farið vel með ykkur og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Kv, Huldabeib og fjölskylda.


Skilaboð að ofan...

Ég fékk þetta sent að ofan til að minna mig á.... Ég fékk gæsahúð og langaði að skæla af þakklæti.

http://video.google.com/videoplay?docid=8297985837429435776&q=lifehouse+everything+skit&total=265&start=0&num=10&so=0&type=search&plindex=0


Ég á afmæli í dag... ég á afmæli í dag.

mousebirthdaylu4 Ég á afmæli ég sjálf, ég á afmæli í dag!! Ég er formlega komin á fertugsaldurinn eða 31 árs. Ég hef upp á þrefalda ælupest, vefjagigtarkast eða prófkvíða að bjóða þeir sem vilja þiggja það er vinsamlega boðnir velkomnir.

Jólaskapið í hámarki.

Það er yndislegt hvað hátíð ljóss og friðar getur gefið börnunum mikla hamingju. Nú í kvöld kemur Stekkjastaur til byggða og Litli-Karl hlakkar voða mikið til að vakna í fyrramálið en eitthvað held ég að hann verði fyrir vonbrigðum því hann er pottþéttur á því að jólasveinarnir gefi honum nýja skó. Svo er hann að læra jólalögin á leikskólanum og syngur hástöfum hérna heima; Nú skal segja, nú skal segja, hvernig gamlar stúlkur gera, sparka bolta, sparka bolta og svo snúa þær sér í hring.


Smá bakslag...

Ég sem ætlaði að vera svo dugleg í dag... en ég passaði mig ekki nógu vel í gærkvöldi og varð of kalt of lengi þannig að ég er verkjuð frá toppi til táar.

En það kemur dagur eftir þennan dag.


Skammastu þín Þorgerður!!

Mér fannst afar miður að heyra hvernig Þorgerður Katrín stóð sig í viðtali um menntamálin á Bylgjunni í gær, þetta viðtal var endurflutt í dag og eru margir reiðir. Ég því miður finn ekki þetta viðtal á netinu annars myndi ég nú krækja á það en meðal annars vísaði hún því á bug að ástæða fyrir lélegum árangri í Pisa-könnuninni væri agaleysi heldur kenndi hún lélegri kennslu um. Ég yrði æf ef minn yfirmaður myndi láta slík orð falla um mig og mín störf í fjölmiðlum. Eða bara yfir höfuð láta slíkt út úr sér...

Yndislegt!

Ég held að það sé ekki létt að vera opinber bæjarstarfsmaður í Fjarðabyggð í dag, úr öllum áttum berast misgáfulegar gagnrýnisraddir.

Er ég nú ekki innsti koppurinn í búri þarna en ég geri mér í hugarlund að reka sveitarfélag sé ekki ósvipað og að reka heimili, jú, því öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Ekki viljum við að unglingurinn flytji út af heimilinu, leikskólabarnið sé vanrækt, grunnskólakrakkinn fái ekki sína menntun eða gamalmennið fái ekki umönnunina sem það þarf á að halda. En jafnframt þarf peninga til að ná endunum saman og til þess þurfum við að athuga í hvað peningarnir fara.

T.d. fegrun miðbæjarins. Var nú ekki vanþörf á því, bærinn hefur verið ljótur í aldanna rás og til þessa verks fenginn snillingurinn sem gengur undir nafninu Túlípaninn. Loksins loksins er komin einhver mynd á þennan bæ!! Hrossaskítsblettirnir eru ljótir núna en þeir eiga eftir að borga sig. Unglingavinnan mun vinna hörðum höndum í sumar við að reyta arfann.


Vinátta með öfugum formerkjum.

Þið hafið örugglega flest heyrt lagið um trausta vininn sem stendur með manni þegar illa gengur. Ég hinsvegar er að upplifa það að allt gangi mér í haginn en manneskjur sem staðið hafa með mér í gegn um ýmisskonar raunir eru ekki að höndla að mér gangi vel. Það er eins og þeim finnist ég eigi að vera ósjálfstæð og þurfandi... Það er allavega mjög furðulegt að eiga samskipti við suma þessa dagana.

Er ég hamingjusöm?

Já, ég er það. Það er komin vetur á Eskifirði og skítakuldi úti en ég var bara þess í stað inni að föndra með börnunum mínum og maðurinn úti í skóla að læra. Ég finn fyrir þakklæti og sátt í sálinni auk þess sem ég er full kærleika til fjölskyldunnar og vina.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband