Færsluflokkur: Bloggar

Afmælisveislan

Hérna eru nokkrar myndir úr veislunni, Salka hélt sér mestmegnis hjá tengdó í gestaherberginu því þau voru sammála um að lætin voru oft ansi mikil.

sjóræninginn

 

veisluborðið

 

sjóræningjaskipið, kistan og sverðið

 

ammilisstrákur


Litli-Karl

Litli-Karlinn minn er fjögurra ára gamall í dag.Penguins_Birthday-lilpenguinshop-1515312

Ókeypis auglýsing

Nú er ég að taka niður pantanir á jólakortum þannig að ef þig vantar heimatilbúin og persónuleg jólakort en hefur ekki tíma til að gera þau sjálf endilega hafðu samband við mig og ég redda þér. Vandvirkni og smekklegheit í fyrirrúmi.

Breytingar, ekki bara breytinganna vegna

Ég held að ég horfi of mikið á svona hönnunarþætti og skoði of mikið af svona innanhúsarkitektastílsdæmum. Mig langar svoooo að breyta hérna, ekkert mikið sko heldur bara að mála og raða húsgögnunum öðruvísi... og kaupa eitt stk svonaSkrifborð:

Við höfum nefnilega ætlað að kaupa nýja tölvu fyrir Jónsa minn til að hann geti haft alla sína vinnu og nám í sinni eigin tölvu sem er  í friði fyrir tölvuóðri eiginkonunni hans. En þá vantar mig lítið sætt skrifborð fram þar sem við stelpurnar getum haft þessa (sem er að vísu í andarslitrunum). Ég er búin að ákveða stað fyrir skrifborðið sem tölvan á að vera þar sem stóru stelpurnar geta verið í tölvunni undir eftirliti. Við höfum nefnilega eftir langa baráttu gefið msn eftir.

Og með allar hinar breytingarnar þá langar mig í veggfóður á milli skápanna í eldhúsinu og mála stofuna öðruvísi og ganginn líka og svefnherbergin og og og og... Nei, ég er ekki ólétt heldur er þetta skammdegið að nálgast ÓÐFLUGA.


Ólympíuleikar...

Guði sé lof að ég sýktist ekki af íþróttabakteríunni... fólk er bara ekki í lagi á meðan á þessum leikum stendur. Ég asnast til að hringja loksins í vini sem hafa verið vanræktir og ég fæ bara óp í eyrað vegna einhvers marks sem einhver gerði og ég tek það fram að Ísland var ekki að keppa! Og svo skammir fyrir að hringja á þessum tíma... mamma mín sagði mér einu sinni að það væri bara rakinn dónaskapur að hringja milli 10 á kvöldin og 9 á morgnanna þannig að ég hélt að ég væri nokkuð seif. En svo fór ég að spá með þessa leika... eldgömul grísk hefð kennd við Olympus fjall. Er þetta þá ekki strangt til tekið fjallasport??

Feita sveitageit...

Ég hef aldrei haft áhyggjur af þyngdinni minni. Seinast þegar ég hætti að reykja var ég orðin næstum 100 kg eftir 18 mánuði OG með barn á brjósti í einhvern tíma um það leiti. Nú er ég búin að vera hætt að reykja í nokkra mánuði og ég þori ekki að stíga á vigt.... Mottóið mitt að það sé betra að vera feitur en fullur er enn í hávegum haft hjá mér en ég verð að fara að gera eitthvað. Ég hef ekki efni á að kaupa mér föt eftir að Seglagerðin hækkaði verðið hjá sér eftir gengisbreytingarnar.

En að öllu gamni slepptu þá: NEI, ég er ekki ólétt!! Ég er bara að fitna og ég fitna asnalega... Ég fitna í Þ!


Jahérna...

Þó vissulega fagni ég þyngri dómum á svona brotum furða ég mig samt á því hversu lítið mannslífið er metið. Þessi blessaða stúlka mun aldrei bíða þessa bætur þrátt fyrir 2,5 milljón króna skaðabóta sem hún mun eflaust aldrei fá í hendurnar. Ég er ekki að gefa í skyn að peningar bæti nokkurn skapaðan hlut í svona málum. Það stingur mann samt alltaf jafn mikið að það séu lagðar áherlsur á að sakborningur eigi að borga slíka og slíka fjárhæð vitandi að innheimtur á skaðabótakröfum ganga mjög báglega... Og sex ár, þýðir það að hann kemur út aftur eftir fjögur ár með tilliti til góðrar hegðunar innan veggja tugthússins? Eða þýðir það að hann verður settur í sálfræðimeðferð sem ber lítinn sem engan árangur en vegna fúsleika til samstarfs við geðlækna og sálfræðinga fái hann að strjúka um frjálst höfuð áður en dóminum er fullnægt? Só sorrý gæs en sálfræðingar, geðlæknar og góð hegðun innan veggja hefur voða lítið að segja um hegðun utan veggja samanber geðsjúklingana á hælinu í Veronika ákveður að deyja eftir Paulo Coelho.
mbl.is Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostalgía...

Var að fara yfir gamalt dót. Mig vantar nefnilega armböndin frá spítalanum þegar tvíburarnir fæddust því ég fékk hugmynd að smá skrappi. Það kennir ýmissa grasa í kössum hjá mér sko... t.d. fann ég fyrsta uppsagnarbréfið sem ég man vel eftir að hafa fengið, það var daginn sem himininn hrundi. Ástarsorgin var algjör en hann útskýrir nú í bréfinu að þetta sé ekki mér að kenna *niðurbældurhlátur* heldur sé hann bara ekki hrifinn af mér lengur. Og svo dagbækur frá því að ég var með unglingaveikina og guð minn góður hvað allir voru vondir við aumingjans mig!! Þvílíkt sem móðir mín var ósanngjörn og gamaldags... guði sé lof að ég er ekki svoleiðis mamma *hóst*. Einnig rakst ég á fleiri fleiri bréf sem ég og Jóna vinkona skrifuðum hvor annari. Það sem við erum fullorðnar og heimspekilegar í þeim skrifum. Bara gaman að þessu.

Ný síða undir föndrið / new site for my crafting

Ok, ég er búin að opna nýja síðu fyrir bara föndur og þar verður skrifað á tveimur tungumálum auk þess hvað ég nota í hvert og eitt item. Þessi síða hérna verður semsagt bara röfl á íslensku um mína djúpu þanka og vesinið með börnin, manninn, hundinn eða sjálfa mig. Linkurinn er hérna einhversstaðar til hliðar... þið finnið hann ef þið hafið nógu mikinn áhuga.

------

Ok, I've made a new blogsite just for my crafting and there will be written in two languages plus spesified list over products used on each item. This blogsite will  however continue holding my blathering in Icelandic about the fuzz in having my kids, my husband, my dog or myself. The link is to be found somewere to the side here... if your interested enough you'll find it.


Skoðanakönnun / poll

Nú hef ég fengið margar spurningar um bloggið mitt, af hverju það er ekki bara skrapp og föndur, af hverju ég er með það á tveimur tungumálum, af hverju er ég ekki með skrappið of föndrið annarsstaðar og hef þetta blogg bara röfl... Ég ætla að fá aðstoð frá ykkur með skoðanakönnun.

 

I've had alot of questions about this blog of mine, why it's not just about scrapbooking and crafting, why I have it in two languages, why I don't keep my crafting and scrapbooking somewere else and this blog just for talk... I am asking you for some help by taking this poll of mine.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband