Færsluflokkur: Bloggar

Þessi útgáfa er flottari

Ég er nú ekkert hrifin af Britney Spears en mér finnst sorglegt hvernig hún hefur verið skemmd. Þetta lag fannst mér alveg flott hjá henni þó myndbandið hafi ekkert gert fyrir mig. En svo rakst ég á þetta á jútjúb.


Meiri netgluggakaup

Er alveg að missa mig í kaupunum, án þess þó að kaupa neitt. Núna er ég að skoða húsbúnað og ef ég ætti nú milljarða...Ég ætla að leyfa myndunum að tala.

c14298?wid=230&hei=230&op_sharpen=1

185245_Blue?wid=230&hei=230&op_sharpen=1

 

 


Netgluggakaup

Ég geri svolítið af því að skoða allskonar dót á netinu sem mig langar í. Það sagði einhver vitur maður að ef maður ætti ekki drauma þá ætti maður ekki neitt. Ég er núna að skoða föt því pöntunin hjá target klikkaði, þannig að gott fólk með ættingja í usa ekki versla þaðan. En ég rakst á þennan topp hjá kohls og mig langar svolítið í hann, finnst hann agalega smart og svo mikið ég.

368585?wid=230&hei=230&op_sharpen=1

Og svo auðvitað skór... Ég væri ekki stelpa ef ég vildi ekki skó. Ég get endalaust skoðað skó þó ég eigi ekki nema þrjú pör eða svo í raunveruleikanum en ef ég keypti allt sem ég netgluggakaupi ætti ég skóskápa sem Imelda sjálf myndi öfunda mig af. Mér finnast þessir algjört æði.

315199_Brown?wid=230&hei=230&op_sharpen=1


Ísland er land mitt

Ég elska landið mitt Ísland. Ég ætla ekkert að fara út í pólítík því hún snýst ekkert um landið heldur um peninga, sem ég elska samt líka bara ekki eins mikið og annað. Landið sjálft er undurfagurt og þó maður ferðist um það aftur og aftur er alltaf eitthvað nýtt að sjá og nýir leyndardómar sem það sýnir manni. Tungumálið er yndislega dásamlegt og fornt og þess ber okkur að vernda og vanda. Menningin er ótrúlega merkileg miðað við hversu stutt saga okkar íslendinga er. Fólkið, sumt hvert, er ósigrandi í bjartsýni sinni og baráttuþreki. Að vera íslendingur er undursamlegur heiður og ég met það mikils að hafa fæðst hér og alist upp.

Back 2 basic

Ég ákvað í gær að hlusta á sponsann minn (að vísu ráðlagði hún mér þetta fyrir löngu síðan en ég er svolítið sein að fatta) og fara út að ganga með speaker í eyrunum. Það var akkúrat það sem ég þurfti. Ég er búin að vera að stressa mig á þessum brúðkaupsundirbúningi allt of mikið og var hætt að sofa fyrir stressi og kvíða. En í gær semsagt fór ég út með Earl í eyrunum og svaf eins og barn í alla nótt og fór ekki á fætur fyrr en upp úr hádegi. Jónsi fór með hinn konunglega á leikskólann einhverntíma í morgun og ég rumskaði ekki einu sinni við það. Ég er ekkert búin að heyra í konunni með brúðarblómin en ég ætla að tala við hana á mánudaginn, ef það klikkar geng ég inn gólfið með birkihríslu í hendinni. Ég er að velta fyrir mér með búningana á okkur, hvort ég ætti að bruna suður og máta stóru stelpurnar í sína aftur (þar sem það var ansi tæpt fyrir mánuði síðan), eða hvort ég eigi að láta það reddast og biðja tengdó um að kippa þeim bara með sér þegar þau bruna af stað. Gunnhildur er sveitt yfir brúðartertunni þannig að ég slapp við það vesin og treysti henni fullkomlega fyrir þessu. Maðurinn með salinn og gistinguna segist redda þessu en ég kem á staðinn  á laugardeginum og redda því sem reddað verður þá áður en brunað verður á æfingu með séranum. Vona að hann eigi bara nógu mikið af kaffibollum, kökudiskum og göfflum handa okkur. Meginatriðið er að það er nóg pláss fyrir þá sem við viljum hafa með okkur þennan dag hvort sem það verður gist í húsi eða tjaldi og hvort sem fólk hefur sturtu og klósett nálægt sér eður ei. Og tilgangurinn með þessum degi er að fá þessa nánustu ættingja og vini til okkar og samgleðjast okkur þegar við göngum inn kirkjugólfið. Það þarf eitthvað meiriháttar að klikka ef kirkjan mun ekki standa uppi eftir rúma viku.


Að dreifa huganum

Ég drakk alltof mikið kaffi og er að deyja úr verkjum í fótunum og get þess vegna ekki sofið. Er að reyna að dreifa huganum frá öllu sem á eftir að redda fyrir þetta blessaða brúðkaup og rakst á síðu sem er með upplýsingar um voffategundina okkar. Hver elskar ekki þessa tegund??

sharpei_baby


Og svo

Auðvitað eru nýjar myndir í krækju hérna til vinstri sem kallast artífartí og allt hitt.

hópurinn minn


Komin í heim í stutt stopp...

Við erum loksins komin heim en vermirinn er skammvinnur því við munum rjúka af stað aftur eigi síðar en fimmtudaginn 4. júlí. En er á meðan er.

Ég er ekki ennþá búin að redda kökunni eða blómunum þrátt fyrir miklar og góðar tilraunir til slíks á höfuðborgarsvæðinu. Það er bara hægara sagt en gert að redda slíku með strumpastrætóinn stútfullan af heimtufrekum börnum og fordekruðum hundi og eiginmannsefnið fjarri góðu gamni lengst vestur í Djúpi og úti í eyju að tína dún. Þar var hann (næstum því) einn með Móðir Náttúru, rafmagnslaus og símasambandslaus (nema frá er talinn einn fermeter af eyjunni sem hann forðaðist eins og heitan eldinn) og með ekkert rennandi vatn. Þrátt fyrir að koma þaðan með ristilssýkingu (sem er uppsprottið af gamalli hlaupabólu) var hann furðu úthvíldur. Á meðan reyndi ég af öllum mætti að redda spariskóm á liðið, kökunni, blómunum, skreytingunum, gestabókinni og fleiru. Og nú þegar við erum loksins komin heim (með eitt barn eftir), hlakka ég til að hlaða rafhlöðurnar fyrir brúðkaupið og vera hérna heima í rólegheitum. Við skildum börn eftir í næstum öllum landshlutum. Það eru ýkjur en sagan er betri sögð þannig. Sesselja varð eftir hjá Þórunni frænku á Sigló, tvíbbarnir voru síðan eftir hjá mömmu. Ég býst við að sækja þær stútfullar af dekri og gerspilltar en það er seinnitíma vandamál því það eru 14 dagar þangað til.


27 dagar og telur

Það styttist í brúðkaupið... Núna er ég með mestar áhyggjur af peningum fyrir herlegheitunum og svo brúðarvendinum og kökunni. Peningamálin reddast en verra er með vöndinn og kökuna. Það er valkvíði á háu stigi hérna með vöndinn. Mamma kom með æðislega hugmynd um að vöndurinn myndi bara vera eitthvað úr náttúrunni í kring, svona í stíl við hvað allt annað er spes... En ég held að mamma sé að gleyma einu ; Ég er kvíðasjúklingur og þarf að hafa það pottþétt!! Ég get ekki stólað á það að finna eitthvað í náttúrunni á brúðkaupsdaginn sjálfan, mér finnst nóg að þurfa að stóla á að veðrið verði gott. En mig langar í eitthvað einfalt og stílhreint eins og t.d. þessa :

uti_i_natturinni_2   brudarkolluV506   Syrena1

 

Og með kökuna. Kakan sem slík verða nokkrar litlar kökur, ég er ekki að hafa einhverja hlunktertu fyrir 75 manns í einu lagi sko! Og þar sem ég er voða líbó á nammi leyfði ég manninum mínum tilvonandi að ráða þar þannig að það verða engar franskar súkkulaðikökur. En málið er með skreytingarnar... á að hafa dagsetninguna og nöfnin okkar á þeim eða hvað?

brudkaup2_stor   getGalImg  brudarterta01


Úbbs

Ég klikkaði á því að hann Kiddi mágur minn átti afmæli í gær. Mig minnti að það væri ekki fyrr en 5. júní en eitthvað er minnið að versna og ég kenni aldri og fyrri störfum um það. En til hamingju elsku mágur með afmælið í gær og ég segi nú bara að betra er seint en aldrei.ammili

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband