Færsluflokkur: Bloggar

Hmm, man ekki

Ég man ekki hvort ég var búin að sýna ykkur þessi kort. Stimplarnir eru náttúrulega hEnglar&stEnglar, glænýir eða næstum því.

 enginn titill

 

til lukku


Og meira nammi...

Ég rakst á þessa hér á mínu daglega rúnti í leit að inspiration eins og ég kalla það.... sumir segjast stunda meditation en ekki ég. Þetta gengur út á það að senda henni emil með ljóðum eða frösum og auðvitað tók ég þátt.


Yndislegt

Það er rosalega gott veður hérna hjá okkur og við drógum gömlu hjónadýnuna út aftur og lágum þar hjónin og lásum bækur um Mma Rotswani, kvenspæjara nokkurn í Botsvana. Það var orðið hvasst fyrir framan hús þannig að Jónsi dró dýnuna aftur fyrir hús. Þar gafst voða lítill friður fyrir lestur en þá dregur maður upp vélina og nær góðum skotum á friðarspillana (það dugar oftast til að fæla þau frá). Þessar eru með þeim bestu sem ég náði.

sesselja og salka

Kalli og Salka


Þjóðbúningurinn

Síðan í vor, þegar ég fór að skoða þjóðbúningana hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur fyrir brúðkaupið, hefur mig langað til að sauma upphluti á mig og dæturnar. Mér finnst þetta alveg ótrúlega fallegur búningur þ.e.a.s. upphluturinn en get ekki gert upp á milli 18. aldar eða 19. aldar upphlutanna. Eru það brot á einhverjum asnalegum lögum, samanber fánalögin, að sauma sér upphlut í líkingu við þá upprunalegu??

Og meira

Hérna er svo handa bróðurnum því það er ljótt að skilja út undan. Þetta er gamall SassafrassLass pp sem ég er búin að liggja á lengi en ákvað að nota loksins. En annars er þetta miklu einfaldari útfærsla heldur en hin því jú þetta er fyrir dreng en ekki stúlku. Smekkur lítilla karlmanna einskorðast annað hvort við bíla eða bolta og hann er meiri bílakarl en boltakarl þessi sem á að fá þetta.

einfalt og gott.


Loksins eitthvað föndur!!!

Ég gerði loksins eitthvað af viti í þessum blessaða skrappskúr mínum. Þetta er nafnaskilti á hurðina hjá lítilli vinkonu sem verður 2ja ára á morgun. Þetta er Cheeriospakki klipptur til og klæddur, stimplaður og sandaður og blekaður kanturinn. Fuglinn í laufinu er á 3D púðum. Blómið er tvískipt og á 3d púðum líka (tvennskonar þykkt). Fiðrildið er einnig á 3D og það kemur út eins og það sé oní blóminu. Stelpan er þrístimpluð, vængirnir neðst, svo kjóllinn ofan á þá og svo andlit, hendur og bangsinn ofan á það en engin þrívídd fyrr en í restina þannig að hún er öll aðeins frá bakgrunninum. Nafnaskiltið í skiltinu sjálfu er handklippt úr BG pp og stimplað með einhverjum stafastimplum sem ég gróf upp í skúrnum...og stimplum (flugurnar, blómin og skýin) sem ég keypti hjá Fríðu einhverntíma læv!! Svo skellti ég tveimur bjöllum í spotta niður úr skiltinu til að foreldrar heyri þegar hurðin er opnuð á nóttunni.


Og hér er svo mynd af þessu: heildarmynd

nærmynd


Hmmm nammi

Rakst á þessa síðu hérna og komst að því að hún er að gefa nammi vegna 10 þúsund gesta á síðuna hennar... Þarf ég að segja að það kom upp græðgi í mér þar sem hún er að gefa fullt af stimpilmyndum sem ég á ekki??

 


Sjóræningjar

Anna Gerða frænka gaf mér æðislegt blað í sumar, fullt af allskonar kökum fyrir krakka og uppskriftum. Í kvöld ákváðum við Litli-Karl að baka Köngulóarköku og sendum Jónsa út í sjoppu að kaupa skrautið. Þegar þeir komu til baka og kakan var í ofninum breyttist planið í sjóræningjaköku. En þar sem við erum svoddan meistarakokkar hérna þá redduðum við því þó kakan hafi átt að vera ferköntuð en ekki hringlótt. Og svo munum við halda áfram að æfa okkur með blaðinu góða.

sjóræningjakaka

Taraaaa!!


Myndir af deginum stóra

Þar sem diskadrifið okkar er ónýtt og okkar myndir eru ekki margar né mjög góðar, óska ég hér með eftir myndum af deginum okkar á emili. Ef ykkur vantar það þá er bara að hringjaWink

Nú erum við hjón

eftir athöfnina. 

Og erum komin heim.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband