Boðskortin (taka 2)

Þá er 2. prentun komin í hús og við hjónin dunduðum okkur við það í gær að skella nöfnum og heimilisföngum á umslög og létum stelpurnar skella ofan í þau einu stykki af óskemmdu, rétt stafsettu, sérhönnuðu af mér, fullkomnu brúðkaupsboðskorti. Þetta fer síðan í póst á mánudaginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk fyrir boðskortið. Ég veit ekki hvar í ósköpunum á landinu þessi staður er en ég hlakka mikið til. Ætla að halda upp á afmælið mitt á föstudeginum, banna Hannesi að drekka og leggja svo af stað í hjólhýsi frá 7. áratugnum og útilegast fram að brúðkaupinu. Jibbíjei. Heyrðu, talandi um boðskort þá kom bankaði feimið fermingarbarn hér uppá um daginn með boðskort. Ég kyssti hann og knúsaði og hann flúði fljótlega út í bíl. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það var ekkert boðskort í umslaginu. Bara tómt umslag! Híí

Beddddda (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband