25.3.2008 | 13:31
Æðislegt!!!
Ohh, hvað ég er fegin að það fari meiri peningur af laununum mínum í jafn óþarfa hluti eins og matvæli. Það liggur við að maður beygi sig bara fram sjálfur með buxurnar á hælunum og velkominskilti á bakinu!!!
Verulegar verðhækkanir á matvælum framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki bara hér á landi sem matvaran hækkar og kaupið ekki. Innleiðing evrunar, náttúruhamfarir og uppskerubrestir um víða veröld orsaka að matvara hefur hækkað mikið í evrópu. Mjólkurvörur í Þýskalandi hækkuðu t.d. um 50% í september í fyrra. Ég var í þýskalandi um daginn og gat ekki betur séð en að nautakjöt og fiskur, brauð og mjólkurvörur væru dýrari en hér. Burtséð frá matnum hefur hiti og rafmagn hækkað 7 sinnum á einu ári þar í landi! Einkavæðingin er að mjólka pyngjur almennings svo að margir hafa varla efni á að hita hýbíli sín. Þegar ég bjó úti borgaði ég 5 sinnum meira í rafmagn og hita en ég geri hér á landi, fyrir sömu stærð af íbúð. Eins var bensínlíterinn dýrari en hér. Hagkerfi Þýskalands er að hruni komið og í 88 milljón manna þjóðfélagi er tæpl. 12% atvinnuleysi og 11 milljón manns lifa þar undir fátækramörkum. Þökk sé evrunni, sem virðist hafa gert þá ríku ríkari og miðstéttina fátækari! Alheimsástandið er að versna og við hér á íslandi ættum að einbeita okkur að minni innflutningi í matvöru og meiri landsframleiðslu. Íslensk framleiðsla er lostæti, miðað við frekar dýrann massaframleiðslumatinn í evrópu sem er fullur af allskonar rotvarnarefnum og hormónum
anna (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 16:15
Anna mín... ég bý á ESKIFIRÐI!!! Hvurn ands****** kemur mér efnahagsumhverfi Þýskalands við???
Huldabeib, 25.3.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.