Taldist ekki ástæða til.... ?

Af hverju er ekki tekið á svona mönnum??
mbl.is Meint kynferðisbrot á meðferðarheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski af því að Ísland er réttarríki!

Maðurinn er væntanlega saklaus ef ekki er hægt að sanna sekt hans!

Ef nóg væri að ákæra, væru fáir saklausir til!!!

Addi (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:49

2 identicon

Voðaleg smættarkenning er þetta Addi. Ísland er svo sannarlega réttarríki valdsjúkra einstaklinga með peninga. Hinir hafa rétt ef þeir eru heppnir.

Maðurinn hafði áður sætt rannsókn vegna meint kynferðisbrots gegn barni. Telst það ekki ástæða til að vera á varðbergi? Í það minnsta fylgjast með manninum? Börn og unglingar eru valdlaus í þessu umhverfi og hafa oft á tíðum enga staði til að leita skjóls. Þau er stimpluð erfið og ómarktæk og oft ekki hlustað á þau.

Blind trú á réttarkerfið er hættuleg trú.

linda (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Páll Jónsson

Blindir fordómar gegn réttarkerfinu eru ekki síður ömurlegir.

Páll Jónsson, 28.3.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Huldabeib

Strákar mínir!! Passiði þrýstinginn, þið gætuð sprengt æð! Það sem ég á við að vegna fyrri "GRUNSEMDA" um sakhæft athæfi gegn barni finnst mér að þessi maður eigi ekki að vinna innan um börn...

Ætlið þið virkilega að taka Svíþjóð ykkur til fyrirmyndar með barnaperra?? Að kæra dæmdann barnaníðing fyrir að opna dansskóla fyrir börn og enda á því að borga honum háar upphæðir fyrir að níðast á samkynhneigð hans?

Huldabeib, 28.3.2009 kl. 12:08

5 identicon

Ef ekki réttarfar gengur rétt fyrir sig gagnvart eitulyfjasölum og barnaperrum.  Þá á almenningur að gera eins og í Englandi. Þeir bara skrifa á spjöld og hengja fyrir framan húsnæði viðkomandi:  Hér  býr barnaperri, langari.  Fólk sem lögin ná ekki yfir fá þjóðþrifameðferð með þessu.  Vissulega getur einn og einn saklaus slæðst með, en það gerist nú líka í opinberu réttarkerfi líka

j.a. (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Ellý

Ég vona að j.a. sé að grínast. Ég man eftir máli manns í London en hann var barinn sundur og saman af tveimur mönnum sem sáu "barnaperraskilti á dyrum hans." Þar stóð pediatrician (barnalæknir) en þeir greinilega sáu bara "pedi" og réðust á lækninn. Ef engin lög væri um þetta væri mjög auðvelt að beita svona í forræðismálum, hefndum o.fl. Ekkert mál að ásaka fólk um kynferðisglæpi og láta svo blindan múginn sjá um restina.

Það er alveg til í dæminu að fólk ljúgi svona upp á aðra og þar eru unglingsstúlkur engin undantekning þótt þær séu ungar. Þetta eru ekki allt saklaus og góð börn! 

Ellý, 28.3.2009 kl. 13:48

7 identicon

Ellý, hvaða dæmi getur þú nefnt þar sem að fólk ljúgi svona upp á aðra? Þessi mýta gerir ekkert annað en að sverta þá sem að ÞORA að segja frá.

linda (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 16:38

8 Smámynd: doddý

nú skulum við öll stíga varlega til jarðar. hér er EINUNGIS verið að velta fyrir sér þeirri eðlilegu spurningu hvort ekki hefði verið eðlilegt að fylgjast með manninum þar sem hann var starfandi á meðferðarheimili fyrir ólögráða unglinga sem er ALTÆK STOFNUN. þó manninum hefði verið bannað að vinna á slíkum stað í framtíðinni eftir ákæru, hefði það ekki skaðað hann vitund. það er skjalfest í barnavendarlögum að börn njóti ákveðins vafa ef grunur leikur á ofbeldi og/eða illri meðferð í þeirra garð. og hvor hefur nú sterkari réttarstöðu - barnið eða grunaður glæpamaður? hvort er eðlilegra?

við skulum líka muna það að unglingur ákveður ekki einn daginn að gerast skjólstæðingur meðferðaheimilis, það á hver og einn sína einstæðu sögu sem við berum virðingu fyrir. kv d

doddý, 28.3.2009 kl. 16:56

9 Smámynd: Huldabeib

Obbbobb obb!!! Krakkar mínir... anda inn, alveg niður í þindina og blása fast út!!! En ég segi eins og Doddý, sem er besta vinkona mín í augnablikinu, stígum varlega til jarðar...

Ef maður er áður ákærður fyrir saknæmt athæfi gagnvart börnum á sá hinn sami ekki að valsa eftirlitslaus í störfum í þágu barna.... Þannig vil ég nú taka á þessum mönnum.

Huldabeib, 28.3.2009 kl. 19:23

10 Smámynd: Ellý

Linda, þetta er engin mýta. Það er til fólk sem lýgur svona og eyðileggur því fyrir þeim sem gera það ekki. Einnig er til dæmi um það að fólk geri það í einhverri móðursýki að slást í lestina (jump on the bandwagon) þegar að einhver einn segir eitthvað. Það eru til dæmis mjög strangar reglur í dag um hvernig á að yfirheyra börn því að það er svo auðvelt að setja þeim orð í munn. Ef þú spyrð barn á vissan hátt hvort að maður hafi snert það svarar það játandi því að það heldur að þú viljir að það segi það. Það hefur gerst að kærur hafa verið dregnar til baka og fólk hafi játast við því að ljúga af ýmsum ástæðum.  Ég ætla ekkert að vera að nefna hér nöfn og benda á fólk en þú getur kynnt þér svona mál með einföldu leitarforriti sem þú hefur aðgang að ef þú ert á annað borð á netinu.


Það er bara hættulegt að vaða áfram í blindni og trúa öllu sem er sagt. Það gerir ekki heilvita manneskja.  Vil taka það fram að ég er ekki að tala um þetta tiltekna mál heldur sakleysi þar til sekt er sönnuð yfirhöfuð. Ég er líka fyrst til að segja að ekki er nógu vel staðið að svona málum hér á landi og hefur það verið til skammar hingað til.

Ellý, 28.3.2009 kl. 19:37

11 identicon

Ég var ekki að grínast.....   Það þarf að taka mjög hart á "perrum".

j.a. (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:07

12 identicon

Ellý, ég er félagsráðgjafi og þarf ekki fyrirlestur um hvernig börn eru yfirheyrð eða hvernig ég á að leita að upplýsingum.

Það er með ólíkindum hvað fólk blaðrar um hluti sem veit ekkert um þá. Fólk leikur sér ekki að því að kæra svona mál. Þvert á móti. Flestir leggja ekki í að kæra vegna þess að sönnunarbyrðin er svo mikil að það liggur við að það þurfi bein vitni að atburðunum. Því miður er fólk allt of oft ásakað um lygar eins og þú gerir hér og allt gert til að draga úr trúverðugleika þolenda. Ef þú hefðir eitthvað vit á þessum málum þá myndir þú vita að ferlið í svona málum er flókið og líkurnar á því að kært sé eru ekki miklar nema að sannanir séu skýrar og borðliggjandi.

Og varðandi ráðleggingar þínar um að leita að upplýsingum á netinu þá er hættulegt að trúa öllu sem þú finnur á netinu. Lestu frekar rannsóknir eða fagrit.

Það er skylda yfirvalda að tryggja öryggi barna á heimilum sem að yfirvöld hafa umsjón með. Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem að yfirvöld stóðu ekki vaktina eða sinntu skyldum sínum á þessum vettvangi.

linda (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband