Sól og sæla

Dagurinn í dag var yndislegur!!!! Það var árlegi skíðadagurinn í skólanum og ég fékk leyfi til að koma rétt fyrir hádegi með Litla-Karl líka. Hann renndi sér nokkrar ferðir með pabba sínum og nokkrar einn þannig að þetta er allt að koma hjá honum. Finnst bara verst að geta ekki verið sú sem kennir drengnum, því eins og allir besserwisserar vita þá gerir það enginn eins vel og ef maður sjálfur gerir hlutina sko. Sesselja er hins vegar þannig að hún fær skíðin og með það hverfur hún og sést ekki aftur fyrr en hana fer að svengja, ef það þá. Hún er öflug í brekkunum og vílaði ekkert fyrir sér að fara í Stóru-lyftuna alein og eftir nokkrar bunur úr henni fór hún í Topp-lyftuna og renndi sér yfir göngin.... án þess að detta!! Merkilegt hvað sumir ná þessu strax. Dagurinn var samt ekki nema hálfnaður því svo fórum við í sund og lágum þar í bleyti til að ná úr okkur þreytunni. Og samkvæmt þeim hitamæli voru 19° og ekki hnoðri á himninum!  Hér eru tvær myndir af sólinni og sælunni frá Eskifirði.

 

Séð niður í Reyðarfjörð

 

 

 

glaður en þreyttur hópur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

töff myndir..... Stelpurnar pínu sólbrendar sé ég

metta (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

takk fyrir vina addið

Heiðrún Klara Johansen, 22.4.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband