Það er búið að mála tvær umferðir á veggina og tvær á hillurnar... Sem þýðir að ég get farið að raða upp í bílskúrnum á morgun. Sem þýðir að verklok standast væntingar mínar um mánudaginn. En ég fékk hellings hjálp samt.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jónsi var að sjúkdómsgreina mig með straxveikina... Veit ekkert af hverju því ég er nú svo þolinmóð og góð í að bíða. Bið eftir hlutum dregur fram það besta í mér og þá er nú mikið sagt því ég er afspyrnu dagfarsprúð manneskja. En alla vega fór ég og reddaði mér málningu og er að byrja að pússa hillurnar og búin að ryðja frá einum vegg í bílskúrnum. Stefni á að vera búin að þessu fyrir mánudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég finn að andinn er að koma yfir mig... Kannski ég ætti að skella mér í kortagerð til að byrgja mig upp því ég er orðin alveg lens. Annars langar mig svo innilega til að breyta skrappherberginu mínu (það er straxveikin að tala hérna) svo ég geti setið þarna inni og föndrað svo til óáreitt. En náttúrulega til þess að breyta þarf að taka til og til að vera alveg hreinskilin þá er bara svo mikið drasl í bílskúrnum að mér fallast hendur. En kannski ég geti platað manninn minn til að hjálpa mér. Hann hjálpar mér eins og ég hjálpaði mömmu í gamla daga... þvælast fyrir í smá tíma og voila mamma kláraði þrifin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er svo gott þegar ég er með fulla orku, sem gerist því miður sjaldan. En í morgun byrjaði ég á minni sígó og kaffi og þegar ég var búin að því dreif ég mig í leppa og fór að þrífa. Já gott fólk... ég þríf stundum. Svo kom maðurinn minn heim með fiskinn og ég steikti 223 fiskibollur. Nú nú þegar það var búið bað Jónsi mig um kanilsnúða... þar sem ég er svo vel upp alin og gott eintak af eiginkonuefni varð ég að sjálfsögðu að þeirri bón hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eins og flest ykkar vita hef ég lagt undir mig bílskúrinn í fönduraðstöðu fyrir sjálfa mig. En bílskúrinn er það herbergi í húsinu sem mest var skilið útundan þegar við "byggðum" húsið. Veggirnir eru bara fínsparslaðir hvítir og gólfið rykbundið. Nú er mig farið að langa til að gera eitthvað þar... mig langar til að fá geymsluloft svo ég geti hent þar upp hlutunum sem vantar pláss fyrir í geymslunni. Svo ég fái meira pláss fyrir föndurdótið mitt. Mig langar til að mála veggina og skella lakki á gólfið. Mig langar líka til að mála hillurnar frá ömmu sem ég er með allt dótið mitt í. Og svo ég tali nú ekki um hvað mig langar til að raða upp öllum húsgögnunum upp á nýtt. Og til að fullkomna þetta röfl ætla ég að segja ykkur litinn sem ég er að spá í að hafa.... mosagrænt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér hefur fundist það vanta á útihurðina hjá okkur eitthvað sem gefur í skyn hverjir eigi nú heima hérna... þannig að ég skellti í einn svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er maður búin að koma sér fyrir aftur heima... Búin að þvo helling af taui og röð og regla að komast á aftur. Næsta verkefni á dagskrá er að tæma myndavélina af myndum úr ferðalaginu *flaut* og skella einhverjum af þeim á netið. Það mun samt taka smá tíma get ég tjáð ykkur því ég er ein af þessum mömmum sem eru alltaf með myndavélina á lofti... furðulegt samt að engar myndir skuli vera til af mér frá þessu ferðalagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir mánaðarlangt ferðalag um landið með fjögur börn og karl í farteskinu mætti maður búast við kræsnum ferðasögum, temmilega skreyttum með hnyttni og smávegis ýkjum en allt kemur fyrir ekki. Mér finnst yndislegt að vera loksins komin heim en andinn hefur ekki nennt að bíða eftir mér... Ég hef ekkert að segja. Get ekki sofið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að lesa og hef lesið mikið um ævina. Sumar bækur hef ég meira að segja lesið tvisvar eða oftar. Það má þó deila um fróðleiksgildi þeirra bóka sem ég hef mest lesið. Harry Potter er afbragðs afþreyingarefni sem og Hringadróttinssaga. Að geta horfið inn í ævintýraveröld þar sem maður getur sameinast sögupersónum í þeirra viðfangsefnum, sem nær alltaf eru skemmtilegri og viðburðarríkari en heimilisstörf eða það sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef aldrei þurft að berjast við vonda galdrakarla eða orka. Heldur hef ég aldrei hitt álfa eða setið hippógriffín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
«
Fyrri síða
|
Næsta síða
»