11.5.2007 | 19:15
Hvað???
Vegna athugasemda við síðustu færslu minni langar mig að setja þessa ræðu hér: Betl eða ekki betl... þá á ég þessa síðu og má gera það sem mér sýnist á henni svo framarlega sem það særir ekki annað fólk... Ef það fer í taugarnar á þér minn kæri nafnlausi "lesandi" þá getur þú bara hætt að lesa hérna. Svo er til eitthvað sem heitir djók, öðrum nöfnum grín, glens, skop, spaug, sprell.... prófaðu að fletta upp í orðabók ef þú þekkir ekki þessi orð. Það er alla vega alveg ljóst að það er ekki mynd af þér við þau frekar en orðin skopskyn eða húmor... Og ef ég væri að betla hérna hvað með það??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 13:17
Svona er ég...
Já... Svona er ég víst. Ég er ennþá að gera síður úr afgöngum því það virðist enginn fatta neitt þegar ég tala undir rós. Mig langar í pakka með pappír (pp þýðir patterned paper) og sá pp sem ég er mest hrifin af þessa stundina heitir Basic Grey, Perhaps eða Basic Grey, Scarlett's letter eða Basic Grey, Stella Ruby... Svo er náttúrulega líka til pp frá Crate Papers sem mér finnst flottur. Ef þið eruð að vesinast með þetta en langar til að gefa listakonunni gjöf getið þið líka bara gefið mér peninga til að kaupa þetta sjálf... Það er ódýrara að kaupa þetta í úttlöndunum og ég er með sambönd þar. En ekki nóg með að mig langi í pp heldur eru nokkrir stimplar sem mig er farið að bráðvanta... T.d. stimplar frá Autumn Leaves. En ég get alveg beðið í nokkra daga svosum... En þetta er skrifað án nokkurar frekju eða tilætlunarsemi frekar svona vinsamleg tilmæli til þeirra sem langar að gleðja mig.
Þessi síða semsagt er um mig sjálfa. Og er gerð úr afgöngum af Basic Grey, Urban coture.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2007 | 20:47
Leikskóla-Skvísa
Var að klára þessa... Er ennþá að reyna að vinna með alla afgangana sem ég sit uppi með. Það er enginn búinn að gefa mér nýjan pp ennþá en ég gef póstinum séns á að koma öllum gjöfunum til mín þangað til eftir helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 13:31
Það er nú það...
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.
Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 17:46
Ull á þig!!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 22:08
hmmm...
Þegar ég reyndi að vista seinustu færslu kom upp villumelding sem skipaði mér með stóru rauðu letri að senda tölvupóst á mbl... Og ég hlýddi því.
Góða kvöldið.
Ég ætlaði að skella inn nýrri og stórmerkilegri bloggfærslu en það kemur upp villumelding.Ekki tókst að afkóða beiðni. Vinsamlegast hafið samband við ****@mbl.is og greinið frá aðstæðumNú er ég ekkert viss um hvaða aðstæðum ég á að greina frá? Jú, ég er ráðsett kennarafrú austan af fjörðum. Fjögurra barna móðir sem vinnur við að elda ofan í eldri borgara fjarðarins. Og já, ég virðist ekki geta skellt inn nýrri bloggfærslu.
Kv, Hulda Stefanía.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 21:52
Stupid is what stupid does...
Það hafa margir eflaust einhverjar sögur að segja af sjálfum sér þar sem maður kemur út eins og heilalaus hálfviti... Ég á margar svona sögur af mér en ég vil samt ekki meina að ég sé heilalaus heldur þvert á móti er ég of upptekin við að leysa lífsgátuna sjálfa til að hugsa um minni hluti eins það sem ég er að gera þá stundina.
Eins og þegar ég ætlaði að lækka á hellunni undir kartöflunum í dag en kveikti á næstu hellu við. Eða þegar ég furðaði mig á því að það bullsauð í kartöflunum þó ég væri búin að lækka (að ég hélt) og skellti gúmmíhanskaklæddri hendi á helluna við hliðina á kartöflupottinum til að finna hitann. Þá var ég sko ekkert að hugsa hvað ég var að gera. Eða eins og þegar ég var að fara á fund og fann gel hjá hárgreiðslumanninum sem ég bjó með og skellti því í hárið á mér og rauk út en var síðan sagt um kvöldið að Lubrication hefur ekkert að gera með hár!! Þá var ég að flýta mér. Eða eins og þegar ég var að líma saman styttuna hennar mömmu (sem ég braut óvart) með UHU-límtúpu og skyldi ekkert í því hvað límið var lélegt. Þá var ég að reyna að komast upp með eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 21:34
Hvernig var dagurinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 09:20
Skyldur...
Ég er að drukkna í skyldum... Ef ég ætti að þýða það yfir á ensku væri það svo: "I'm drownin' in duties" og framburður þessa setningar getur fengið fólk til að brosa en ég brosi ekki. Það sem ég á að gera er ekkert skemmtilegt og þess vegna hljómar allt annað en það sem ég á að vera að gera ótrúlega vel. Mig langar til að skrappa eða fara í sund og að nota það sem gulrót til að klára hitt virkar ekki á mig. Eða er ég bara að drepast úr leti??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 19:29
Sætar mæðgur.
Þessa gerði ég í gær og í dag. Tók svolítið langan tíma því fyrst var ég með aðra mynd í huga og fannst litirnir í pp allt í einu ekki passa við myndina þannig að ég skipti út mynd. Nota hina bara í næstu síðu. Þessa síðu gerði ég eftir skissu sem vinkona mín á skrappspjallinu fann, minnir að það hafi verið áskorun (leikur handa skröppurum fyrir ykkur sem ekki skrappa). Ég finn tilfinnilega fyrir því að mig vantar meira skrappdót. Bæði pp og stimpla og blek og og og heilan helling af öðru sem mig bráðnauðsynlega vantar. En svo ég skrifi nú um þessa síðu þá er þetta sambland af öllu, bakgrunnurinn er BG-baby girl, rósótti pp er Daisy D's pp og svo er það Bazzill. Hjörtun eru klippt út, prentaði þau á Bazzill og klippti því mig vantar stimpil *vinsamleg tilmæli til þess sem langar að gleðja mig þá er það Autumn Leaves stimplar sem mig vantar*. Titilinn er einnig prentaður út og klipptur. Mig minnir að letrið heiti Brad's hand. Hornin og "saumurinn" er krotaður á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)