19.4.2007 | 13:15
Gleðilegt sumar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 10:16
Ég er ástfangin...
Af fjöldamorðingja! Ég er búin að lesa eina bók um hann, mér skilst að þær séu þrjár, og ég féll alveg fyrir honum. Húmorinn er svo skuggalega svartur og kaldhæðinin er yndisleg. Svo skemmir ekki fyrir að skjár 1 sýnir þessa þætti með leikara sem smellpassar í hlutverkið... Ég beinlínis slefa og ef ég væri með leðursófa myndi ég renna út af honum á sunnudags-kvöldum. Það er eitthvað við það að vera svo illur en ná að fela það svona vel. Og svo það hvernig fóstra hans tókst að beina þessum hvötum hans til "góðs" með því að drepa bara "vonda" kalla. Og svo kaldhæðnin eða hvað það á að kallast hvernig hann elskar börn. Það er alveg að bræða móðurhjartað hvað hann virðist hafa endalausa þolinmæði og skilning á börn. Bara elska Dexter!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 23:32
Fjörulalli... lesist "fjöruladli"

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 17:38
Hvaða svipur er nú þetta?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 15:07
Dásemdarlíf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 23:36
Djammið í gær...
Djammið í gær var yndislegt!! Við fórum semsagt á "menningarkvöld" skemmtinefndar kennaranna. Þar fengum við að sjá tvö tónlistarinnslög, annað um Smokie (living next door to Alice) og var í umsjá kennara stelpnanna minna og svo Eurovision innslag Jónsa míns sem fór á kostum!! Hann tók lög úr keppninni sem hafa unnið um- deildan sigur að einhverju leyti og dansaði og söng með nokkrum lögum! Hann Jónsi minn er æði! Svo var vínkynning á rauðvíni/hvítvíni (áfengislausum) sem var í senn afar fræðandi og skemmtilegt en því miður ógeðslegt á bragðið. Svo var endað með slidessýningu á myndum sem teknar hafa verið seinustu tvö ár á öllum uppákomum sem skemmtinefndin hefur staðið að og það er nú alltaf gaman að sjá gamlar myndir, sérstaklega þegar þær hafa verið teknar óvænt og myndavélasvipurinn á fólki ekki komin upp. Við vorum komin heim um eittleytið í nótt og héldum okkar einkapartý og fórum að sofa seint og um síðir.
En ég er búin að leggja mig og í kvöld er bara aa-fundurinn minn og rólegheit í faðmi fjölskyldunnar. En svo er ég að fara aftur út annað kvöld því það er makalaust staffapartý af elliheimilinu og ef ég þekki þessar hjúkkur rétt verður það líka æðislega gaman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 20:19
Strokið að heiman.
Ég gerði þessa skrappsíðu um daginn... Er voðalega montin af henni því hún kom miklu betur út en ég þorði að vona. Pappírinn er frá Signature Suite og Bazzill, titillinn og skrautið er héðan og þaðan. Ég er búin að eiga þessa mynd af Karli lengi en aldrei treyst mér til að skrappa úr henni fyrr. Hún var tekin þegar við bjuggum upp á Hól og hann var nýbyrjaður að ganga. Hann langaði út en mamman var ekki að nenna því þannig að hann klæddi sig í skó af Sesselju og fór út. Ákveðinn ungur maður eins og við var að búast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 18:22
Helgarfrí...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 20:53
Svo lengi lærir...
Ég læri alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og dagurinn í dag var engin undantekning. Í dag lærði ég það að það er ekki mjög gott að sjóða lummudeig áður en maður steikir það á pönnu.
Ég var að fara að steikja lummur og skellti tveimur pönnum á tvær hellur og kveikti á þremur hellum. Svo hrærði ég deigið meðan pönnurnar náðu hita og skellti svo stálskálinni fullri af lummudeigi á þriðju helluna sem var orðin álíka heit og hellurnar undir pönnunum en ég tók ekkert eftir því fyrr en ég var búin með meirihluta deigsins og farin að furða mig á því af hverju deigið væri svona kekkjótt hjá mér... Þegar deigið byrjaði að bulla áttaði ég mig á hver mistökin voru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2007 | 15:32
Lykilorðið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)