26.2.2007 | 14:44
Eig'ðu eða leig'ðu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2007 | 22:10
Hvað er málið?
Ég get ekki lesið blöðin, bloggið eða hlustað á útvarpið eða horft á fréttir án þess að minnst sé á þetta blessaða fólk sem flykkist til landsins til að halda ráðstefnu. Svo lengi sem þau sofa ekki hjá mér eða manninum mínum og taka það upp á teip hvurn andskotan kemur mér við hvað þau eru að bardúsa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 11:02
Húsmæðraorlofið. Part two.
Þegar ég var búin að máta allar flíkurnar sem ég hafði fest kaup á var næsta skref að ákveða í hverju skyldi fara. Þegar maður á svona mikið af flottum fötum er valkvíði orð sem öðlast dýpri skilning en áður. En við komumst nú í gegnum það og ég var að mínu eigin mati, og Kidda náttúrulega líka, ógessla töff.
Við tókum taxa á franska veitingarstaðinn og ég sneri að sjálfsögðu sjálfa mig úr hálslið nokkrum sinnum á leiðinni að skoða borgina út um bílrúðuna. Þegar á veitingarstaðinn kom og við vorum búin að fá sæti tók ég eftir að á flísalagða veggnum við hliðina á okkur voru nokkur göt í flísunum og þar sem ég er nú forvitin að eðlisfari spurði ég Kidda hvað málið væri og hann laug því að mér að það hefði verið skotárás þarna um daginn. Meðan hræðsluhrollurinn skreið upp bakið sprakk hann úr hlátri og viðurkenndi að hafa logið að mér. Mér var ekki skemmt. Hvað á ég að vita, komandi alla leið frá sjávarþorpinu á Íslandi, hvað getur gerst í Köben... Og ég minni á fréttina af höfði sem fannst án líkama ekki fyrir svo löngu síðan í þessari sömu borg og ég var stödd í. Okkur var færður forréttur sem samanstóð af einhvurslags pie með brokkólí og beikoni, sem var ágæt, og þorskskúmm, sem var ógeð, og sniglum. Í aðalrétt fengum við nautakjöt með lauk og sveppum og rauðvínssósu, sem var voða gott. Í eftirrétt fengum við ís og eplapie, sem bragðaðist eins og Kókópöffs saman og ananasrjóma og ferskan ananas. Það sem ég er nú móðir stakk það mig svolítið að heyra barnsgrát allt í einu. Það var svo óvænt að heyra barnsgrát á veitingarhúsinu um hálfellefu að kvöldi til að ég trúði því ekki fyrr en ég sá móður ganga þarna með barn á handlegg. Eftir að ég og Kiddi vorum búin að hneykslast á því í smástund að vera draga barn með sér á veitingarhús á þessum tíma sólarhrings ákváðum við að hitta vini hans á bar þarna nálægt.
Kiddi var samt ekkert viss um að ég myndi höndla það að vera á bar þannig að hann endurtók það nú nokkrum sinnum að ef mér þætti þetta óþæginlegt færum við heim. En ég höndlaði það að vera stödd á bar bara nokkuð vel. Ég skemmti mér rosalega vel bara og ekki versnaði það nú þegar Bjöggi klikkhaus mætti á svæðið. Hann er stórlega skemmtileg týpa og það er ekki hægt að láta sér leiðast þegar hann er nálægt... Hann sagði mér frá æðislega kvikmyndahandritinu sínu sem hann vonast til að koma á tjaldið von bráðar og ég veinaði úr hlátri allan tíman sem hann talaði um hommauppvakningana í silfurbuxunum og buffalóskónum og aðferðir þeirra til að smita allan heiminn af sjúkdómnum ólæknandi Hómó Sexjúal. Ég held meira að segja að ég hafi pissað pínu í mig af hlátri. Það var nú samt reynt við mig á þessum bar... Ég hef sagt það áður og segi það enn að það er ekkert skrítið að ég fái aldrei frið, hver getur staðist mig? Ég er nú samt ekkert viss um þennan mann sem reyndi við mig... hann var svo drukkinn greyið að ég skildi hann ekkert og reyndi að tjá honum að ég væri útlendingur og skildi ekki hvað hann væri að segja en hann hélt áfram að reyna við mig á dönsku. Þannig að ég sneri mér bara við og ignoraði hann og það liðu fimm mínútur þar til að hann fattaði að ég var búin að snúa mér við. Honum var síðan hent út seinna fyrir ofurölvun. Svo fór okkur að leiðast þófið á barnum og ákváðum að fara á klúbbarölt. Pan klúbburinn varð fyrir valinu og ég dansaði og dansaði og dansaði... Svo sá ég karlastripp og mundi hvað það er ekkert sexý við karlastripp. Bjöggi stakk upp á því að við myndum biðja stripparann með þyrlutyppið að leggjast meðan hann sveiflaði typpinu svona svo við gætum sannað það að menn geta víst flogið. Það var voðalega skemmtilegt á Pan. Við komum heim um hálffimm eða fimm um morguninn og steinsofnuðum. Ég vaknaði samt tvisvar með sinadrátt í kálfunum eftir dansinn.
Áætlun okkar Kidda um að fara til Malmö á sunnudagsmorgninum vék fyrir sjónvarpsglápi og pizzuáti. Og við lágum í sófanum eins og kartöflur til rúmlega tvö. Þá ákváðum við að fara og túrhestast aðeins. Við gengum niður á höfn og skoðuðum okkur um. Þar er búið að breyta gömlum bruggverksmiðjum í íbúðarhús og mér fannst það merkilegt. Ógeðslega flott svona stór og mikil hús oftast byggð úr múrsteinum með svona "djúpum" gluggum og hlerum. Við fórum á eitthvað listasafn með afsteypum af frægustu styttum frá Rómarveldi og Grikklandi. Ég fann vinkonur mínar þar og Kiddi fann angistina (sjá myndirnar). Mér tókst að plata Kidda í bátastrætó á endanum, var búin að sjá þá annað slagið og dauðlangaði að prófa. Kiddi hafði á orði að þetta minnti hann á sjómannadaginn forðum en það vantaði kókdósina og prinspólóið. Meðan karlinn sigldi bátastrætónum að okkar mati á óskiljanlegu stoppistöðvar systemi nutum við Kiddi þess að vera ein aftast á bátnum og fíflast. Okkur fannst merkilegt að komast að því ef annað okkar dytti fyrir borð gæti hitt ekkert hjálpað því börgunarhringurinn var pikkfastur! Og björgunarbáturinn læstur niðri með hengilás og keðjum... Eftir bátsferðina var okkur kalt svo við röltum á kaffihús og fengum okkur latté og köku, kakan var grjóthörð og lattéið var hlandvolgt en við vorum ekkert að argaþrasast yfir því heldur nutum þess bara að vera saman. Mér þykir alveg ógeðslega mikið vænt um þennan dreng og áttaði mig á því að ég hef saknað hans. Mér hefur ekki fundist ég svona náin honum síðan við vorum krakkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 13:34
Húsmæðraorlofið. Part one...
Þegar ég kem heim svona endurnærð og fín finnst mér rétt að láta ykkur vita hvernig ferðin var. Þó ég gæti sagt í einu orði hvernig mér fannst hún þá ætla ég að fara út í smáatriðin ykkur til yndisauka. Er ekki sagt að fall sé fararheill? Það reyndist allavega vera raunin hjá mér því ég byrjaði á því að villast í flugstöðinni í Keflavík... tvisvar. Og það áður en ég gat skráð mig inn. Svo hófst ferðalagið í gegnum flugstöðina og ég gekk hægt til að villast ekki aftur en mér tókst það nú samt einu sinni í viðbót. Ég svaf alla leiðina út enda hafði ég þrjú sæti alveg fyrir mig og gat komið mér vel fyrir. Þegar til Kastrup kom fylgdi ég bara múgnum og endaði í faðminum á Kidda bró sem var sætastur eins og alltaf. Svo fórum við með Metró eða einhverju lestarfarartæki inn í borgina. Og við gengum heim til hans frá stoppistöðinni en þar sem hann er svo vanur að labba allt í borginni (annað en dreifbýlistúttan undirrituð ) þá hafði ég varla undan að skoða í kringum mig og var næstum búin að snúa mig úr hálslið meðan ég skakklappaðist á eftir honum. Hann Kiddi býr í Christianshavn sem er voða skemmtilegt hverfi með svona Kanal eða síki? Alla vega það eru bátar þar. Nema svo komum við í húsið sem hann býr og það er svona í þríhyrning með garði í miðjunni, voða skemmtilegt hús. Mér voru afhentir lyklar ef ske skyldi að við yrðum viðskila meðan ég var í Köben sem mér finnst algjör brandari því það finnst varla áttavilltari manneskja en ég (nema kannski Bára frænka) og ef við hefðum orðið viðskila hefði ég aldrei ratað þangað. Kiddi var með svar við því... ég tæki bara taxa. Sem myndi líka ekkert getað hjálpað mér því ég er gjörsamlega með meinloku á hvað gatan heitir sem hann býr við. En samt er allur varinn góður og ég tók við lyklunum.
Á föstudaginn ákváðum við að fara í Field's sem er Smáralind Kaupmannahafnar. Og við vorum þar í heila sex klukkutíma og þar var verslað á börnin mín svo það væri ekkert að flækjast fyrir okkur um helgina. Illu er best af lokið held ég að Kiddi hafi sagt. Konan sem afgreiddi okkur í H&M sá það strax að um Íslending væri að ræða og ég vil meina að þar hafi komið til íslenska fegurðin sem allir vita að ég get ekkert að gert, ég fæddist bara svona falleg, en ekki magnið af barnafötum sem við bárum að afgreiðsluborðinu. Við röltuðum um Bilka og fleiri búðir sem ég man ekki nöfnin á en enduðum aftur í H&M því eitthvað fór glansandi íþróttagallinn minn og pinnahælarnir að stinga í stúf við uppdressaða danina. Eða var það íslenskt kaupæði sem rann á mig? Um kvöldið þegar við vorum búin að jafna okkur á þessu ævintýri okkar í hinni dönsku Smáralind ákváðum við að skella okkur á kaffihús til að næra okkur aðeins. Þar áttum við indælisstund yfir kertaljósi og góðum mat. Hann drakk rauðvín og ég reykti og ég fékk það á tilfinninguna að við værum sannir heimsborgarar þar sem við sátum þarna og töluðum saman um gömlu og góðu dagana okkar heima á Eskifirði.
Á laugardaginn lögðum við fyrir okkur Strikið og við sem ætluðum aðeins að skjótast inn í H&M til að kaupa nauðsynjar eins og gammósíur og undirboli komum að afgreiðsluborðinu hlaðin pinklum þó stöku gammósía eða undirbolur gægðist út úr fatahlaðanum. Stúlkan sem afgreiddi okkur þar brast í taugaveiklishlátur og móðursýki þegar að því kom að ég ætti að borga og hún hafði aldrei afgreitt neinn áður með svona langa kvittun. Og eins og úlfur sem hefur bragðað blóð varð ég óstöðvandi eftir þá ferð... og endaði á því að versla helling af klæðum í næstum hverri einustu búð á Strikinu. Það mátti sjá æðið í augum mér þar sem ég lét augun renna upp og niður Strikið reiknandi út hversu mikið væri eftir á kortinu og hvaða búðir ég átti eftir. Um kvöldið var skipulagt að fara út að borða á frönskum veitingarstað sem heitir Grísirnir þrír og við drifum okkur heim til að ákveða í hvaða nýju flík skyldi strunsað út á lífið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007 | 10:40
Að meta sjálfan sig...
Ég fór á fund í gær og þar var kona sem hafði rosaleg áhrif á mig og ég hef verið að pæla í þessu síðan: að trúa því virkilega að maður eigi ekkert gott skilið. Þegar sjálfsmyndin og sjálfstraustið er svona hrikalega brotið hvað getur maður sagt við manneskjuna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2007 | 10:34
Sjálfhverfa.
Í mínum huga er sjálfhverfa ekki slæm innan skynsamlegra marka, eins og svo margt annað. Að hafa áhuga á því sem viðkemur manni sjálfum eða þeim sem næst standa manni er að mínu mati gott. Eins og oft áður hefur komið fram er fátt verra fyrir börn en afskiptaleysi. Að sýna börnunum áhuga og að vilja taka þátt í þeirra lífi gefur þeim sterkari sjálfsmynd og er það ekki hlutverk okkar foreldra að reyna að koma börnunum betur út í lífið en við komum sjálf? Ég vil alla vega leggja þann skilning í uppeldið. Ég hef oft rekist á það að stelpurnar mínar eru með sterkari sjálfsmynd og sjálfstraust en ég sjálf hafði á þeirra aldri sem ég vil túlka sem svo að ég sé að gera eitthvað rétt. Ekki vil ég samt ganga svo langt að titla mig móður ársins, langt í frá en ég er á réttri leið. Ég er ekki að segja að mín eigin móðir hafi klúðrað mínu uppeldi, síður en svo því ég væri ekki stödd þar sem ég er nema fyrir þann grunn sem hún lagði mér.
Það er nú ekki langt síðan að ég áttaði mig á því að fylgja norminu er ekkert svo flókið fyrirbæri. Þó mér hafi tekist að flækja það fyrir mér alltaf er ég að átta mig á því að fylgja norminu er að setja sér sín norm sjálfur. Það gengur ekki fyrir mig að fylgja norminu sem hún Sigga er með því hún Sigga er kannski ekki alkahólisti með geðhvörf og kvíðaraskanir. Maðurinn hennar Siggu er kannski ekki heldur í námi hjá KHÍ og meðfram því að vinna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Þau eiga kannski ekki heldur fjögur börn undir tíu ára aldri. Þess vegna er kannski ekki alveg hægt fyrir mig að setja þau viðmið sem hún og hennar maður eru með. Að öðlast sátt með það sem maður á sjálfur og að hlúa að því af fremsta megni er toppurinn. Þó svo að það eigi eftir að rísa sólpallur við húsið einhverntíma og við eigum einhverntíma eftir að fara til útlanda í sumarfrí þá er ég bara nokkuð sátt við mína veraldlegu hluti í dag því fyrir fimm árum síðan átti ég ekki neitt. Og hún Sigga hefur kannski aldrei þurft að vinna sig upp úr öskustónni eins og ég og kannski dáist hún að mér fyrir að geta það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2007 | 16:33
Kóngsins Köbenhavn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2007 | 16:17
Í eldhúsinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 00:30
Brúðkaup...
Þegar ég gifti mig aftur þá vil ég hafa það smátt í sniðum og helst sem látlausast. Svo við byrjum á kjólnum þá langar mig ekki í hvítan marengstertu-/prinsessukjól (þó langódýrast sé að leigja bara einn slíkan) heldur langar mig í eitthvað í líkingu við þetta:
Hver býður sig fram við að sauma eitt stykki á mig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2007 | 10:03
Það er yndislegt, móðurhlutverkið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)