24.1.2007 | 16:32
Það var mikið!
Loksins hefur Alþingi tekið eftir og slegið í ráð til að stemma stigu við innflytjandamálum á Íslandi. Hvernig svo sem niðurstað þessa innflytjandaráðs verður þá er alltaf hálfnað verk þá hafið er, er það ekki svo?
Ég vil benda á að ég er ekki haldin fordómum gegn útlendingum sem setjast hér að en mér finnst komið nóg. Þetta er orðið gott. Mér finnst það svolítið hastarlegt að hver sem er innan Evrópu geti valsað til Íslands í leit að betra lífi án tillits til sakaferils eða annars. Einnig finnst mér að þeir sem hingað flytji skuli skikkaðir til tungumálakennslu og aðlögunar á íslenskri menningu (og þá er ég ekki að tala um að gera þetta fólk að alkóhólistum eða letingjum). Ef þú vilt búa á Íslandi skaltu verða Íslendingur og tala íslensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 12:26
Fjölskyldan.
Um næstu helgi eru fimm ár síðan ég datt seinast í það sem þýðir að eftir tvær vikur er ég búin að vera edrú í fimm ár. Ég tel nefnilega frá fyrsta fundi. Það má teljast mjög gott að ná þeim tíma en að sjálfsögðu er það ekki búið að ganga áfallalaust. Á þessum fimm árum hef ég eignast mikið þó síst megi teljast til veraldlegra eigna. Jú, ég á hús og bíl, sjónvarp og sófa... En það sem mér finnst mest um vert eru fjölskyldan og vinirnir. Ég á góða stórfjölskyldu þó meingölluð sé enda held ég að allar stórfjölskyldur dragi sína geðveiluna hver. En við stöndum þétt upp við bakið á hvort öðru og kærleikurinn er ótvíræður og mér finnst það gott... í hófi. En litla sæta fjölskyldan mín er yndisleg, ég á góðan mann sem ég á stundum skil ekki hvernig hann þolir mig og mín köst, ég á fjögur yndisleg og heilbrigð börn sem eru blessunarlega uppátækjasöm eins og móðirin. Og vinirnir eru fáir en traustir og góðir. Ég hef komið mér upp góðu öryggisneti eins og er talað um á AA-mállýskunni.
Þegar eitthvað kemur upp á (og í mínu tilfelli kemur mjög oft eitthvað uppá því ég er svoddan dramatík) eru þau öll tilbúin að hlusta á mig og styðja... Nema þegar ég minnist á það að mig langi í hund. Þá fyrst verður allt vitlaust og allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Að sjálfsögðu hafa þau eitthvað til síns máls en mér er spurn... Af hverju er eins og ég góli upp nafn hins illa í kaþólskri messu þegar ég minnist á það að mig langi í hund?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 12:21
Framfærslukostnaður?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 22:58
Að sækjast eftir andlegri framför...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 16:13
Afmælisbarnið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2007 | 14:33
Greyið Gummi... hann er lagður í einelti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2007 | 17:33
Meiri snjó meiri snjó meiri snjó??
Það kafsnjóaði hérna í nótt meðan bæjarbúar sváfu á sínu græna. En vegna gífurlegra skipulagshæfileika minna tókst mér samt að skila öllum af mér á réttum tíma á sína staði áður en ég mætti sjálf tímanlega til vinnu. Það tók mig ekki nema kortér að skafa bílinn undan þremur tonnum af snjó en aumingja litli-Karl hélt að ég ætlaði að skilja þau eftir í forstofunni. Hann skilur ekki að suma hluti þarf að gera án hans hjálpar. Og eftir vinnu fórum við út að leika okkur í snjónum því mig var búið að langa það síðan í morgun. Það tók smá tíma fyrir litla snjókarlinn minn að jafna sig á því að mamma hans lét eins og belja að vori. Læt nokkrar myndir fylgja frásögninni...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2007 | 11:38
Áframhaldandi mont...
Kannski þarf ég að setja texta með svo myndin sjáist?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2007 | 11:35
Ein og yfirgefin...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2007 | 17:04
Leti???
Þar sem ég er svo óstjórnlega löt að uppfæra barnalandssíðuna og fólk gefst ekki upp á að skamma mig fyrir það, hefur mér dottið í hug að sameina bloggið og myndasíðuna frá krökkunum. Og þegar ástæða er til að monta mig af börnunum mínum sem kemur að vísu mjög oft fyrir geri ég það bara á blogginu mínu. Hvernig líst ykkur á þá hugmynd??
Sneaky way to get comments?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)