4.12.2008 | 17:05
Elsku afi minn
Hann afi minn veiktist á sunnudaginn og var sendur suður á Borgarspítala aðfaranótt mánudags. Hann fékk heilablæðingu, blessaður karlinn, og lést aðfaranótt þriðjudags 2. desember. Hann afi minn var yndislegur karl og margt gott sem ég lærði af honum. Hann var eiginlega eins og pabbi minn því ég var svo mikið hjá þeim þegar ég var að alast upp.
Ef amma Bára var eins og skjólgott tré þá var afi minn traustur klettur í mínu lífi sem ég gat alltaf stólað á.
Athugasemdir
Samhryggist þér ljúfan. Gangi þér vel næstu daga og alla daga.
Aprílrós, 4.12.2008 kl. 17:09
Sæl Hulda.Okkur Palla var brugðið, þegar við sáum lát afa þíns í blaðinu í morgun.Afi þinn var einn af þeim mönnum sem maður kynnist á lífsleiðinni,sem skilja eftir sig svo fallegar minningar.Við sendum ykkur öllum samúðarkveðjur.
Kærar kveðjur.
Margrét og Palli
Margrét (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 17:31
Elsku Hulda, Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldu þinnar, þekkjandi afa þinn veit ég að hann hefði ekki viljað vera veikur lengi, en fyrir þau sem eftir standa er þetta alltaf erfitt.
Elín Ólafsd. (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:49
ég samhryggist þér.... :(
kv metta
metta (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:23
Ég samhryggist þér Hulda mín
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 8.12.2008 kl. 20:29
Ég samhryggist þér elsku Hulda mín Það væri nú yndislegt að vera nær þér núna til að knúsa þig.
Ingunn , 10.12.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.