Færsluflokkur: Bloggar

Bingó!

Við fórum á bingó hjá 10.bekk í kvöld og Kolbrún kom heim með vinning. Jónsa vantaði eina tölu nokkrum sinnum til að vinna og það var alltaf B6. Frábær fjölskylduskemmtun afstaðin.

Ekkert uppeldi

Dísús.... Við erum með fimm börn á heimilinu en bara eitt baðherbergi. Það myndast því oft biðröð fyrir framan baðherbergishurðina. Prinsinn á heimilinu var eitthvað óþolinmóður að bíða eftir systur sinni og fór bara út í bílskúrshurð og meig út í snjóinn. Kom síðan hróðugur til baka og vildi endilega sýna mömmu. Það hlýtur bara að vera genatengt að metast um hversu langt maður pissar því ekki hef ég eða systur hans verið að metast um það við hann. Hann vildi meina að hann pissaði svo langt að það fór á bílastæðið við næsta hús!

Jólakortanámskeið...

Ég verð með jólakortanámskeið annað kvöld kl 20:00 og fimmtudagskvöldið kl 20:00. Þeir sem hafa áhuga endilega hringið í gemsann minn. Það er pláss fyrir 3 í þetta skiptið en það verður haldið annað bráðlega ef áhuginn er nægur.

Læt fylgja með mynd af jólakortum sem ég hef gert nýlega.

Jólakort 1

Jólakort 2

 


Sjæsen!

Sinfó var æðisleg! Ég hef aldrei áður farið á sinfóníutónleika en guð minn góður hvað þetta var yndislegt! Þau voru öll svo klár og frábær! Sjæsen.... ég er bara eftir mig sko. Litli-Karl sofnaði aðeins fyrir hlé í fanginu á pabba sínum og svaf næstum allan seinnipartinn af sér. Sesselja sofnaði líka eftir að Sigrún var búin að spila eitt lag og svaf afganginn af sér. Tvíbbarnir hinsvegar beiluðu á okkur og fóru heim í hlénu og sönnuðu það aftur fyrir okkur að þeim er ekki treystandi fyrir húshorn! Önnur þeirra fór út að leika sér þrátt fyrir að klukkan væri orðin átta og hin kveikti á sjónvarpinu og hleypti öðrum börnum inn til að horfa með sér á Disneystöðina. Þetta þrennt er bannað þegar mamma og pabbi eru nálægt sjáiði til... En sinfó var unaðsleg.

Menning í Fjarðabyggð

Í kvöld eru tónleikar í Menningarmiðstöðinni með sinfóníuhljómsveit Íslands. Við fjölskyldan ætlum að skella okkur í menningarlega gallann og bregða okkur af bæ í þessu tilefni. Ég hlakka til að sjá viðbrögð Litla-Karls og hversu lengi hann endist.

Húmor...

Mér finnst þessi peningafalsari bara nokkuð góður... enn betra að hann hafi fengið seðlinum skipt.
mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ammilisstelpa

súsanna Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma á fimmtugsafmæli í dag.

Í tilefni af því var rokið norður á föstudaginn, komið henni skemmtilega á óvart á sunnudaginn (Kiddi bró kom) og aftur í gær en þá fékk hún  tveggja tíma dekur hjá Aqua Spa svo átti að klikka út með kvöldverði á La vita e Bella en veðrið var orðið vont þannig að það var rokið í sveitina aftur. Helgin var yndisleg og ég vona að mamma hafi notið þessa líka.


Gömul frétt en samt...

Eigum við að ræða það aftur hvort eigi að fara fram á læknis- og sakavottorð þegar við bjóðum Erlendi í kaffi og kökur?
mbl.is Þrír hafa greinst með HIV-smit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beygja, kreppa, sundur og saman...

Jæja.... eru ekki allir í boltanum bara? Mér finnst umræðan um þessa blessuðu kreppu orðin leiðingjörn og fólk er að missa sig út í móðursýki og læti bara...

Kvíðinn er kominn...

Þetta ástand er ekki að hjálpa mér að halda kvíðanum niðri og þegar það byrjar að snjóa tekur það toppinn af!! En ég læt það ekkert brjóta mig þó það beygi mig smá....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband