14.1.2009 | 16:27
Atsjú!
Ég hnerra víst svakalega fáránlega og Jónsi er alltaf að gera grín að mér með það... í gær þegar ég var alveg að deyja kom hann inn í stofu og sagði mér að það væri samtal í útidyrunum. Ég fór að reyna að standa upp þegar hann segir; Það er kung fu karl sem heyrði the mating call frá þér áðan þegar þú hnerraðir!
Hann og Sylvía eru ennþá að hlæja að þessu og að ég hafi staðið upp til að fara til dyra.
Mér finnst þetta illa gert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2009 | 14:08
Það líður að afmæli...
Ég á bráðum sjö ára edrúafmæli!! Ég hef verið að spá hvort mínir nánustu séu ekki til í að splæsa á mig nýjum litum í kortagerðina... litirnir mínir eru að verða bleklausir. Ég rakst á síðu þar sem hægt er að kaupa þá í stykkjatali. En svo hlaust mér sá heiður að prófa aðra tegund hjá Monicu vinkonu þegar ég var fyrir sunnan. Þeir heita Letraset litir og þá er hægt að kaupa í settum... ef ég kaupi þrjá pakka á ég laaangflesta litina og það kostar hingað komið, eftir mínum bestu útreikningum með tolli og sendingarkostnaði, um tólf þúsund kall!
Svo er náttúrulega mín einstaka að verða átta ára og hana vantar buxur *lesist sem ábending fyrir þá sem ætla að gefa henni ammilispakka* en hana langar í Bratz....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2008 | 12:51
jahérna!
Nú þegar ég er öll að jafna mig eftir fráfall afa er ég að átta mig á því að jólin eru að koma... Ég hef alltaf verið þekkt fyrir að vera með á nótunum. Jólin eru að koma og ég hef engar gjafir gert og engin jólakort skrifað. Ég er í kvíðakasti hérna yfir þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2008 | 10:05
Ég á ammili!!!
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli ég sjálf, ég á afmæli í dag!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2008 | 17:05
Elsku afi minn
Hann afi minn veiktist á sunnudaginn og var sendur suður á Borgarspítala aðfaranótt mánudags. Hann fékk heilablæðingu, blessaður karlinn, og lést aðfaranótt þriðjudags 2. desember. Hann afi minn var yndislegur karl og margt gott sem ég lærði af honum. Hann var eiginlega eins og pabbi minn því ég var svo mikið hjá þeim þegar ég var að alast upp.
Ef amma Bára var eins og skjólgott tré þá var afi minn traustur klettur í mínu lífi sem ég gat alltaf stólað á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.11.2008 | 11:39
Sæsen...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 15:46
Hlaupabóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 21:43
Jólaljós...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 14:12
Gamlir menn
Gamall maður hafði komið sér vel fyrir á landareign sinni. Á jörðinni var stór tjörn og umhverfis hana var svolítill skógur. Dag einn ákvað gamli maðurinn að fara niður að tjörninni og tók með sér stóra fötu í því skyni að tína nokkra ávexti á leiðinn. Þegar hann nálgaðist tjörnina heyrði hann hlátur og gleðiköll. Gamli maðurinn áttaði sig á því að þarna voru ungar konur að baða sig naktar í tjörninni . Hann hóstaði svo stúlkurnar gætu áttað sig á nærveru hans. Þær syntu lengra út í tjörnina, hvar hún var dýpst, til að skýla sér. Ein kvenanna hrópaði til hans:,,Við komum ekki uppúr fyrr en þú ert farinn!" Það er allt í lagi: Ég kom ekki hingað til að horfa á ykkur naktar eða til að reka ykkur upp úr," sagði gamli maðurinn. ,,Ég kom til að gefa krókódílnum að éta."
Boðskapur sögunnar: Þó gamlir menn hreyfi sig hægt, þá eru þeir snöggir að hugsa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)